Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5.bekkur gerir stopmotion-mynd

11.02.2021
5.bekkur gerir stopmotion-mynd

Þessa dagana er 5. bekkur að gera stop motion mynd í tengslum við Fólkið í blokkinni.

Nemendur vinna saman í pörum eða litlum hópum og bera ábyrgð á að fullvinna sinn part af handritinu. Lagt er upp með ákveðið vinnuferli sem nemendur fylgja á sínum hraða og skipuleggja sjálfir. Notast er við Playmo-karla sem persónur, en nemendur búa til bakgrunna og útfæra húsgögn og aðra fylgihluti á mjög fjölbreyttan hátt.

Auk þess að kenna nemendum að vinna eftir fyrirfram ákveðnu ferli er tilgangurinn með verkefninu að þjálfa samskipti og samvinnu. Rætt er um ólík hlutverk í hópavinnu, mikilvægi jákvæðra samskipta og hvað þau þýða. Kurteisi, tillitsemi og málamiðlun eru einnig hugtök sem tekin eru fyrir. Kennarar fylgjast vel með hverjum hópi fyrir sig og veita endurgjöf í hverjum tíma.

Vinnan gengur afar vel og nemendur eru ótrúlega duglegir að vinna saman og áhugasamir um vinnuna.

Áætlað er að myndin verði tilbúin í mars.

Myndir af vinnu nemenda í leikmyndagerðinni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband