Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndir frá 5.bekk

12.02.2021
Myndir frá 5.bekk

Nemendur 5. bekkjar hafa unnið fjölbreytt og skemmtileg verkefni undanfarnar vikur. Þeir hafa unnið í þemanu „Fólkið í blokkinni“, lesið bókina, gert lesskilningsverkefni, hannað og litað blokkir, unnið að stop motion kvikmynd og horft á skemmtilegu sjónvarpsþættina.

Nemendur hafa einnig unnið með námsefni KVAN um samskipti og staðið sig frábærlega í því. Námsefnið byggir á verkefnum, umræðum og fjölbreyttum samvinnuleikjum bæði innan- og utandyra.

Mikil gleði var í vikunni þegar snjórinn lét loksins sjá sig og nutu krakkarnir þess að leika sér í snjónum í góða veðrinu.

Á myndasíðu 5.bekkjar má sjá myndir af nemendum við leik og störf.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband