Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rokkskólinn -sýning

15.02.2021
Rokkskólinn -sýning

Æfingar hjá leiklistar- og hljómsveitarvali Klakans og Sjálandsskóla hófust í byrjun skólaárs, nánar tiltekið í september. Ákveðið var að gera söngleikinn Rokkskólinn (School of Rock). Fljótlega voru settar sóttvarnarreglur sem gerði það að verkum að leikhópurinn mátti ekki hittast allur í einu og því voru ekki fleiri æfingar á haustönninni.

En þar sem unglingarnir og við starfsfólk vildum sýna afrakstur var ákveðið í janúar að skella í styttri útgáfu af sýningunni. Unglingarnir og starfsfólk unnu hörðum höndum í 2-3 þrjár vikur og út kom mjög flott sýning.

Haldnar voru tvær sýningar sunnudaginn 14. febrúar fyrir fjölskyldu og nánustu ættingja. Á mánudeginum 15.febrúar var síðan sýnt hálft leikrit fyrr bæði 7. bekk og unglingadeild Sjálandsskóla.

Erum mjög ánægð með útkomuna og við erum afar stolt af unglingunum okkar, þau voru frábær.

Á myndasíðu unglingadeildar má sjá myndir frá sýningunni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband