Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jól í skókassa

11.11.2021
Jól í skókassa

Nemendur í unglingadeild komu með þá frábæru hugmynd að gera verkefnið ,,Jól í skókassa‘‘.

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Okkur starfsfólki í unglingadeild fannst þetta frábær hugmynd og komum við því strax í framkvæmd. Tvær stelpur úr 10. bekk gengu inn í alla bekki og útskýrðu hvað Jól í skókassa væri og hvernig verkefnið virkar. Allir í unglingadeild fengu því boð um að taka þátt í verkefninu. Þátttaka var mjög góð og erum við rosalega stolt af nemendum unglingadeildar og framtaki þeirra.

Myndir frá verkefninu 

Nánar um verkefnið

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband