Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur í Sjálandsskóla

02.03.2022
Öskudagur í Sjálandsskóla

Það var líf og fjör á öskudeginum hjá okkur í Sjálandsskóla. Nemendum var skipt í hópa eftir árgöngum og fóru hóparnir á milli stöðva í skólanum. Þar var meðal annars hægt að slá köttinn úr tunnunni, fara í Tarzanleik, dansa Just Dance og taka þátt í alls konar þrautabrautum og leikjum. 

Eftir að hafa farið á allar stöðvar fóru nemendur á sitt heimasvæði þar sem þeir fengu nammipoka og horfðu á mynd.

Nemendur voru í skrautlegum búningum eins og sjá má á myndasíðu skólans og allir skemmtu sér vel.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband