Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónlistarsmiðja í 8.bekk

03.06.2022
Tónlistarsmiðja í 8.bekk

Á mánudaginn fékk skólinn heimsókn frá Listahátíð Reykjavíkur. Það var norska tónskáldið og píanóleikarinn Else Olsen Storesund sem kom og stýrði tónlistarsmiðju með áttunda bekk.

Krakkarnir nýttu flygla og píanó skólans í mjög svo óhefðbundna tónsmíð. Þau buðu svo fimmta bekk á tónleika í lok smiðjunnnar þar sem tónverk sem hafði verið samið um morguninn var flutt við góðar undirtektir.

Else mun ásamt stórum hóp listamanna sýna verkið Hrafntinnu í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið.

Myndir frá tónlistarsmiðju 8.bekkjar

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband