Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur á Reykjum

20.01.2023
7. bekkur á Reykjum

Á hverju ári fer 7. bekkur úr Sjálandsskóla á Reyki í Hrútafirði og þetta árið fóru nemendur vikuna 9. – 13. janúar. Ferðin gekk mjög vel þrátt fyrir að hún skyldi frestast um einn dag vegna veðurs. Nemendur áttu mjög góða viku á Reykjum og voru sér og skólanum til sóma.

Á dagskrá var meðal annars heimsókn á byggðasafnið, íþróttir og fjármálafræðsla. Á milli kennslustunda var frjáls tími þar sem nemendur geta farið í sund, spilað borðtennis eða pool. Á kvöldin eru kvöldvökur þar sem nemendur skiptast á að vera með atriði og til dæmis er haldin förðunar- og tískusýning.  Í ár voru nemendur úr Áslandsskóla og Stóru-Vogaskóla með okkur á Reykjum. 

Myndir úr ferðinni

Til baka
English
Hafðu samband