Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opið hús í Sjálandsskóla - Innritun stendur yfir

03.03.2023
Opið hús í Sjálandsskóla - Innritun stendur yfir

Opið hús verður miðvikudaginn 8. mars, kl: 16:00-18:00  Kynningar fyrir 1. og 8. bekk fara fram á sama tíma.

Hér má finna upplýsingar um Sjálandsskóla. 

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2017) og 8. bekk (f. 2010) fer fram dagana 1. - 10. mars nk. Innritað er á þjónustugátt Garðabæjar.

Athugið að nauðsynlegt er að innrita þá nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Innritun lýkur 10. mars nk.
Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 10. mars nk. Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Hún er einnig á þjónustugátt Garðabæjar. Sama gildir fyrir sérstakt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk.

Til baka
English
Hafðu samband