Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

25.10.2013

Starfsdagur og foreldraviðtöl

Starfsdagur og foreldraviðtöl
Á mánudaginn, 28.okt., er starfsdagur í Sjálandsskóla og foreldraviðtalsdagur á þriðjudag. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 30.október.
Nánar
25.10.2013

Bangsadagur í dag

Bangsadagur í dag
Í dag héldum við uppá Alþjóðlega bangsadaginn sem er 27.október. Nemendur komu með bangsana sína í morgun og eins og sjá má á myndunum í myndasafninu voru bangsarnir að ýmsum stærðum og gerðum.
Nánar
24.10.2013

Töframaður í heimsókn

Töframaður í heimsókn
Í morgun fengum við óvænta heimsókn í morgunsöng, en þá kom Einar Mikael töframaður og skemmti nemendum með alls konar trixum og töfrabrögðum. Nemendur skemmtu sér vel og tóku þátt í sýningunni
Nánar
22.10.2013

Listaverk í list-og verkgreinum

Listaverk í list-og verkgreinum
Mikið sköpunarstarf fer fram í list-og verkgreinum og afrakstur nokkurra verkefna má sjá í sýningarskápum á göngum skólans. Í textílmennt eru nemendur að þæfa, sauma, prjóna og hanna margt fallegt og skemmtilegt. Hægt er að fylgjast með vinnu nemenda...
Nánar
18.10.2013

Sinfóníuhljómsveit Íslands í heimsókn

Sinfóníuhljómsveit Íslands í heimsókn
Í dag fengum við góða gesti í heimsókn þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands kom og spilaði nokkur lög fyrir nemendur. Hljómsveitin vakti mikla kátínu og nemendur og kennarar tóku undir og dönsuðu með.
Nánar
18.10.2013

Tónlist frá 1.-4.bekk

Tónlist frá 1.-4.bekk
1.-4.bekkur hefur verið að æfa lagið ,,Ef þú ert í góðu skapi" í tónmennt. Lagið er unnið í tengslum við Comeniusar verkefnið sem Sjálandsskóli tekur þátt í. Hver umsjónarhópur syngur eitt erindi lagsins en svo syngja allir saman í lokin.
Nánar
14.10.2013

UMSK hlaupið

UMSK hlaupið
Á föstudaginn tóku nemendur í 4.-7.bekk þátt í UMSK hlaupinu sem haldið var í Mosfellsbæ. Krakkarnir okkar stóðu sig vel og komu þrír nemendur heim með verðlaunapening, það voru þau Hlynur Már í 5.bekk sem var í 2.sæti, Katrín í 6.bekk í 3.sæti og...
Nánar
11.10.2013

Bleikur dagur í dag

Bleikur dagur í dag
Í dag er bleikur dagur hjá okkur í Sjálandsskóla og það var fallegt að sjá yfir hópinn í morgunsöng, margir í öllu bleiku frá toppi til táar og má þá sérstaklega nefna stelpurnar :-) Og margir strákar tóku líka þátt í bleika deginum með því að...
Nánar
10.10.2013

Bleikur dagur á föstudag

Bleikur dagur á föstudag
Á morgun föstudaginn 11.október er bleikur dagur um land allt. Við í Sjálandssskóla ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í bleika deginum og hvetjum alla til að koma í einhverju bleiku. Krabbameinsfélagið stendur fyrir átaki í októbermánuði
Nánar
08.10.2013

9.og 10.bekkur í Vestmannaeyjum

9.og 10.bekkur í Vestmannaeyjum
Nemendur í 9.og 10.bekk skelltu sér í haustferðalag til Vestmannaeyjar 26.-27.september. Farið var með Herjólfi og gist í félagsheimilinu Rauðagerði. Nemendur sprönguðu, skoðuðu minjar um gosið og einnig var frjáls tími inn á milli.
Nánar
07.10.2013

Listgreinar í 5.-7.bekk

Listgreinar í 5.-7.bekk
5.-7.bekkur hefur verið að vinna mjög skemmtilegt verkefni í listgreinum þar sem nemendur fengu spýtu til að pússa upp og vinna. Síðan áttu þeir að skrifa góðan daginn á einhverju tungumáli heimsins, bora göt í stafina og loks sauma í með Álafosslopa...
Nánar
04.10.2013

Íþróttadagur og Norræna skólahlaupið

Íþróttadagur og Norræna skólahlaupið
Á miðvikudaginn var haldinn íþróttadagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Dagurinn hófst á Norræna skólahlaupinu og síðan var nemendum skipt í hópa þar sem alls konar íþróttir voru í boði, s.s.fótbolti, blak, brennó o.fl.
Nánar
English
Hafðu samband