Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Af vef Garðabæjar:

Frístundabíll

Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf.

Til að börn geti nýtt sér frístundabílinn er nauðsynlegt að skrá þau í bílinn. Hvort sem barnið er í frístundaheimili eða ekki þarf að skrá það í frístundabílinn í gegnum Völu vetrarfrístund í upphafi annar. Velja þarf hvar barnið tekur bílinn, tíma dags og hvert það er að fara. Kostnaður fyrir haustönn 2022 er 8.000 kr og verður greiðsluseðill sendur út í byrjun október og er skráning í frístundabílinn hafin. Hér má finna leiðbeiningar um skráningarferlið í Völu.


Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15 - 17:10, frá 29. ágúst til 19. desember á haustönn og frá 2. janúar til og með 7. júní á vorönn, með hléi í páskafríinu á vorönn. Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.

Leiðakerfi skólaársins 2022-2023*

Leið 1: Bíll fer eina ferð fram og til baka frá Mýrinni til Barnaskóla Hjallastefnunnar með viðkomu í Tónlistarskóla, (Vetrarmýri), Miðgarði og Ásgarði á hverjum 30 mínútum. Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15 og síðasta ferð frá Mýrinni er kl. 16:45.

Leið 2: Bíllinn hefur akstur við Urriðaholtsskóla kl. 14:05, 14:45 og 15:25. Kemur við í Barnaskóla Hjallastefnunnar á leið í Ásgarði í fyrstu ferð (v/fimleika) og stoppar í Ásgarði, Sjálandsskóla og TG. Bíllinn fer í Mýrina og Miðgarð eftir þörfum barnanna v/ knattspyrnu, handbolta og sundæfinga.

Leið 3: Bíll fer frá Álftanesi með börn í frístundir tvisvar á dag. Fyrsti bíll er kl. 14:20. Á þriðjudögum og miðvikudögum fer hann í Miðarð.

Skráning í frístundabílinn er í gegnum Völu frístund og hefst skráning föstudaginn 19. ágúst. Hægt er að fara beint inn á Völu með því að smella hér.

Aðrar fyrirspurnir má senda á karijo@gardabaer.is

*Athugið að upplýsingar um leiðir og tíma gætu breyst þar sem ekki eru komnar staðfestar upplýsingar um allar æfingar haustsins.

 

Gjaldskrá

Tímabil:
Haustönn 2022 kr. 8.000
Vorönn 2023 kr. 10.250

Tímatafla haustönn 2022

Tímataflan sýnir mínútur yfir heila tímann. Fyrstu ferðir dagsins eru kl. 14.15 frá Mýrinni (leið 1), frá Urriðaholtsskóla kl. 14:05 (leið 2), kl. 14:20 frá Álftanesi (leið 3).

Stöð:  Ferðir
Leið 1 
 
Mýrin 15 og 45
Tónlistarskólinn/Klifið 20 og 50
Ásgarður (auka stór bíll v/knattsp.hópa) 25 og 55
 Miðgarður  28 og 58
Barnaskóli Hjallastefnunnar 30 og 00
 Miðgarður  31 og 01
Tónlistarskólinn/Klifið
34 og 05
Ásgarður 40 og 10
Leið 2 - Urriðaholt
 
Urriðaholtsskóli 
14:05/ 14:45/15:25
Barnaskóli Hjallastefnunnar /... /Miðgarður miðvikud. 3. ferð
 14:10/.../15:30 (Miðg.)
 Sjáland

 14:20/14:55/15:35/16:00

Ásgarður

 14:25/15:00/15:40

 Miðgarður  14:30/...../15:45
 Mýrin  .../ 15:05 / 15:50
 Leið 3 (Álftanes)
 
 Álftanes v. tómstundaheimili
14:20/15:15/17:05
 Ásgarður 14:30/15:25
Miðgarður þrid./mid. (til skoðunar)
14:35 /15:30
Leið 3 fer frá Miðgarði út á Álftanes
 15:50/16:50

Látið bílstjórann sjá ykkur á biðstöðvunum.
Afdrep undan veðri er í anddyrum íþróttahúsa og tómstundaheimila. 

English
Hafðu samband