Af vef Garðabæjar:
Frístundabíll
Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf.
Til að börn geti nýtt sér frístundabílinn er nauðsynlegt að skrá þau í bílinn. Hvort sem barnið er í frístundaheimili eða ekki þarf að skrá það í frístundabílinn í gegnum Völu vetrarfrístund í upphafi annar. Velja þarf hvar barnið tekur bílinn, tíma dags og hvert það er að fara. Kostnaður fyrir haustönn 2022 er 8.000 kr og verður greiðsluseðill sendur út í byrjun október og er skráning í frístundabílinn hafin. Hér má finna leiðbeiningar um skráningarferlið í Völu.
Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15 - 17:10, frá 29. ágúst til 19. desember á haustönn og frá 2. janúar til og með 7. júní á vorönn, með hléi í páskafríinu á vorönn. Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.
Leiðakerfi skólaársins 2022-2023*
Leið 1: Bíll fer eina ferð fram og til baka frá Mýrinni til Barnaskóla Hjallastefnunnar með viðkomu í Tónlistarskóla, (Vetrarmýri), Miðgarði og Ásgarði á hverjum 30 mínútum. Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15 og síðasta ferð frá Mýrinni er kl. 16:45.
Leið 2: Bíllinn hefur akstur við Urriðaholtsskóla kl. 14:05, 14:45 og 15:25. Kemur við í Barnaskóla Hjallastefnunnar á leið í Ásgarði í fyrstu ferð (v/fimleika) og stoppar í Ásgarði, Sjálandsskóla og TG. Bíllinn fer í Mýrina og Miðgarð eftir þörfum barnanna v/ knattspyrnu, handbolta og sundæfinga.
Leið 3: Bíll fer frá Álftanesi með börn í frístundir tvisvar á dag. Fyrsti bíll er kl. 14:20. Á þriðjudögum og miðvikudögum fer hann í Miðarð.
Skráning í frístundabílinn er í gegnum Völu frístund og hefst skráning föstudaginn 19. ágúst. Hægt er að fara beint inn á Völu með því að smella hér.
Aðrar fyrirspurnir má senda á karijo@gardabaer.is
*Athugið að upplýsingar um leiðir og tíma gætu breyst þar sem ekki eru komnar staðfestar upplýsingar um allar æfingar haustsins.
Gjaldskrá
Tímabil: | |
Haustönn 2022 | kr. 8.000 |
Vorönn 2023 | kr. 10.250 |
Tímatafla haustönn 2022
Tímataflan sýnir mínútur yfir heila tímann. Fyrstu ferðir dagsins eru kl. 14.15 frá Mýrinni (leið 1), frá Urriðaholtsskóla kl. 14:05 (leið 2), kl. 14:20 frá Álftanesi (leið 3).
Stöð: | Ferðir |
Leið 1 |
|
Mýrin | 15 og 45 |
Tónlistarskólinn/Klifið | 20 og 50 |
Ásgarður (auka stór bíll v/knattsp.hópa) | 25 og 55 |
Miðgarður | 28 og 58 |
Barnaskóli Hjallastefnunnar | 30 og 00 |
Miðgarður | 31 og 01 |
Tónlistarskólinn/Klifið |
34 og 05 |
Ásgarður | 40 og 10 |
Leið 2 - Urriðaholt |
|
Urriðaholtsskóli |
14:05/ 14:45/15:25 |
Barnaskóli Hjallastefnunnar /... /Miðgarður miðvikud. 3. ferð |
14:10/.../15:30 (Miðg.) |
Sjáland |
14:20/14:55/15:35/16:00 |
Ásgarður |
14:25/15:00/15:40 |
Miðgarður | 14:30/...../15:45 |
Mýrin | .../ 15:05 / 15:50 |
Leið 3 (Álftanes) |
|
Álftanes v. tómstundaheimili |
14:20/15:15/17:05 |
Ásgarður | 14:30/15:25 |
Miðgarður þrid./mid. (til skoðunar) |
14:35 /15:30 |
Leið 3 fer frá Miðgarði út á Álftanes |
15:50/16:50 |
Látið bílstjórann sjá ykkur á biðstöðvunum.
Afdrep undan veðri er í anddyrum íþróttahúsa og tómstundaheimila.