Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sögugerð

Skólaárið 2013 – 2014 sömdu nemendur í 1. – 4. bekk Sjálandsskóla sögur í samstarfi við nemendur í hinum samstarfslöndunum í Comeniusarverkefninu. Hér eru allar sögurnar á íslensku.  Eftir lestur þeirra viljum við biðja nemendur og foreldra að kjósa um þá sögu sem þeim finnst skemmtilegust á þessari slóð: http://micropoll.com/t/KEyLyZVQg7

Hér má sjá sögurnar sem nemendur gerðu í Comeníusarverkefninu

 

Myndbönd

Myndbönd sem nemendur unnu í tengslum við Comeniusarverkefnið Once upon an Island

Hér má sjá myndböndin


Lestrarkeppni

Eitt af þeim  verkefnum sem nemendur í 1. – 4. bekk taka þátt í í  Comeniusarsamstarfinu , Once upon an Island ,er lestrarkeppni. Keppnin stóð að þessu sinni frá 1. september 2014  til 31. Janúar 2015. Nemendur Sjálandsskóla unnu keppnina og óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn. Til þess að halda utan um þær bækur sem nemendur lásu gerðu nemendur í 1. – 2. bekk lítinn hring fyrir hverja bók sem lesin var og mynduðu hringirnir að lokum stóra risaeðlu á vegg á heimasvæði þeirra. Nemendur í 3. -  4. bekk gerðu laufblað fyrir hverja bók sem þeir lásu og límdu laufblöðin á tré. Lestrarkeppnin heldur áfram og stendur út þetta skólaár. Sjá myndir

 


Sungu jólasöngva

 

11. desember 2014 fór fram Flash meeting hjá samstarfslöndunum. Þar hittust nemendur skólanna og sungu jólasöngva fyrir hvorn annan. Ekki gátu allir komið á fundinn þar sem tímamismunur og frídagar spila þar inní.  Á fundinum hittust nemendur frá  Póllandi, Spáni, Kýpur, Englandi og Íslandi. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel og sungu nemendur okkar lögin: Skín í rauðar skotthúfur, Jólasveinar einn og átta, Jólasveinar ganga um gólf, Adam átti syni sjö og Ég sá mömmu kyssa jólasvein.  Sjá myndir


 Jólakortagerð

Eitt af því sem nemendur  samstarfslandanna, í Comeniusarverkefninu Once upon an Island,   gera fyrir hver jól er að útbúa jólakort með jólakveðju sem þeir senda á milli landanna.  Nemendur 3. og 4 bekkjar voru mjög áhugasamir um verkefnið og gerðu mörg falleg kort sem þeir vönduðu sig verulega að búa til. Myndir

 

Evrópski tungumáladagurinn 26.september 2014

Í tilefni af evrópska tungumáladeginum,  26.september,unnu nemendur í  1. og 2. bekk verkefni þar sem þeir teiknuðu myndir af atburðum sem gera þá ánægða. Nemendur í 3. og 4. bekk skrifuðu á fiðrildi eina setningu á ensku sem  lýsir því þegar þeir eru ánægðir  ( I am happy when..). Myndirnar og fiðrildin voru límd á veggspjöld sem Cecilia á Kanaríeyjum fór með á sýningu  í Tenerieve  þar sem sýnd voru verk eftir nemendur í  Comeniusarverkefnum.  Sjá myndir

 

 

Comeniusarverkefnið Once upon an Island.
Vikuna 27. September – 4 október fóru Inga umsjónarkennari í 3. og 4. B, Guðrún Dóra myndmenntakennari og Þórey, umsjónakennari í 1. og 2. B til Sikileyjar vegna Comeniusarverkefnisins Once upon an Island. Það var fyrsti samstarfsfundurinn á þessu skólaári. Á fundinum voru skipulögð næstu skref í verkefninu.    Glærukynning frá Sikiley.  Skolakynningsikiley4.pptx 


Næstu skref í Comeniusarverkefninu

Á fundinum á Sikiley var ákveðið að halda áfram með lestrarkeppnina, fara í heimsókn á söfn, halda áfram í sögugerð, halda Flash meetings ásamt fleiru sem var komið inn á síðasta skólaári. Það sem bætist við og er nýtt er að nemendur Í 1. og 2. bekk verða með áherslur á ljóðagerð þar sem ljóð eru send milli landa og nemendur eiga að myndskreyta. Nemendur í 3. og 4. bekk eiga að semja leikrit með nemendum í öðrum samstarfslöndum, æfa það og vera tilbúnir að sýna á Alþjóðlega leikhúsdeginum 27.mars 2015

 

Merki Comeniusarverkefnis Once upon an Island

 

Árið 2013 var ákveðið að efna til samkeppni um merki (lógó) verkefnisins Once upon an Island meðal nemanda. Hugmyndir komu frá nemendum allra samstarfslandanna og í desember fengu nemendur allra samstarfslandanna að kjósa um það merki sem þeir vildu að prýddi verkefnið. Merkið sem nemendur í 1.og 2. bekk í Sjálandsskóla, skólaárið 2012 – 2013, hönnuðu vann keppnina með miklum meirihluta atkvæða. Hér má sjá niðurstöðurnar Lestrarsamkeppni Comeniusarverkefnisins Once upon an Island Nemendur í 1. – 4. Bekk Sjálandsskóla unnu lestrarkeppnina sem stóð frá því í byrjun september til 15.desember s.l. Ný keppni hefur farið af stað og stendur sú keppni fram í lok maí. Við ætlum að sjálfsögði að vinna aftur Hér má sjá niðurstöður keppninnar

Til þessað halda utan um lesnar bækur teikna nemendur höndina sína sem þeir merkja og klippa út. Höndina límum við svo í þar til gerðan bókadreka sem lengist og stækkar eftir því sem fleiri hendur bætast við. Hér má sjá myndir af drekanum

Sögur Comeniusarverkefnisins
Eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna í verkefninu Once upon an Island er að semja sögur. Sögugerðin fer þannig fram að við fáum sendar myndir án texta frá einu samstarfslandanna. Þetta eru myndir við þekkta þjóðsögu þess lands sem sendir myndirnar. Við eigum síðan að búa til sögu við myndirnar eins og okkur finnst passa. Síðan berum við saman rétta sögu við okkar sögu. Að þessu sinni fengum við myndir frá Sikiley. Nemendur sömdu sögu við myndirnar. Síðan var kosið um bestu söguna. Júlía Ruth nemandi í 4.bekk var með bestu söguna að mati nemenda. Hér er sagan  

Nemendur í Sjálandsskóla sendu myndir til Sikileyja svo nemendur þar gætu skrifað texta við þær. Nemendur í 1. og 2. bekk myndskreyttu þjóðsöguna Selshamurinn en nemendur í 3.og 4.bekk myndskreyttu söguna um Búkollu. Hér má sjá myndirnar frá 1. og 2. bekk og hér má sjá myndirnar frá 3. og 4. bekk.

Söngur
Nemendur í 1. – 4 bekk læra og syngja lög frá hinum samstarfslöndunum. Fundið var lag sem er til í öllum löndunum. Lagið sem var fyrir valinu að þessu sinni var lagið Ef þú ert í góðu skapi sláðá lær…(If you are happy and you know it klapp your hand). Nemendur eru búnir að læra að syngja lagið á ensku en næst ætla þeir að reyna sig við frönskuna. Það verður spennandi.

Sögur á netinu.
Við ætlum að semja sögur á ensku og senda á milli landanna. Við vinnum fjögur lönd saman og við eigum að búa til sögu um þjóðsagnapersónu – segja frá henni og láta hana heimsækja hin löndin og hitta þjóðsagnapersónur frá þeim löndum. Nemendur fá 7 – 14 daga til þess að búa til söguna. Í 4.bekk B varð til saga um hana Grýlu sem vildi fara í frí. Hér er sagan.
í 1.bekk hjá Þóreyju var til saga um lítinn tröllastrák sem var týndur í Gálgahrauni. Hér er sagan

 

Afa og ömmu lestrarstund
Í tengslum við verkefnið höfum við stofnað afa og ömmu klúbb (fjölskyldu) þar sem einhver úr fjölskyldunni kemur í skólann og les fyrir hóp af 10 – 15 krökkum. Fyrsti fjölskyldumeðlimurinn kom fimmtudaginn 16.janúar. það var Sigríður Hannesdóttir amma hans Huga í 4.bekk sem kom og las upp úr bókinni Sögurnar hans pabba eftir Hannes J. Magnússon sem var, skólastjóri við Barnaskóla Akureyrar. Það var dásamlegt að fá hana og þökkum henni kærlega fyrir sögustundina.
Hér má sjá myndir af lestrarstundinni

 

Comeniusarferðir
Svona samvinnuverkefni byggir á miklu samstarfi umsjónarmanna vekefnisins í hverju landi fyrir sig. Farið er í heimsóknir til landanna þar sem farið er yfir verkefnin og þau metin og næstu skref ákveðin. Frá 26.október – 3. nóvember fóru Inga og Ingunn umsjónarkennarar í 3 og 4 bekk og Íris og Eiríkur umsjónarkennarar í 1. og 2. bekk til Kanaríeyja þar sem fyrsti fundur verkefnisins var haldinn. Eftir ferðina sýndu þau nemendum og öðru starfsfólki Sjálandsskóla glærur úr ferðinni

Hér eru glærurnar

Nemendur 3.og 4. bekkjar heimsóttu bókasöfn Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Eftir þá heimsókn sömdu þeir sögur með íslensku þjóðsögurnar að leiðarljósi. Nemendur myndskreyttu síðan söguna sína og útbjuggu síðan litla bók. Hér er sýnishorn af bókagerðinni

Eftir að allir höfðu lokið við að semja sögurnar sínar þá kusu nemendur þá sögu sem þeim fannst best. Hér eru krakkarnir sem áttu sögurnar í 1.-3. sæti. Saga Vigdísar Eddu lenti í fyrsta sæti, saga Magdalenu var í öðru sæti og saga Guðmundar Baldvins í því þriðja.

Þegar félagar okkar í Comeniusarverkefninu komu í heimsókn til okkar í apríl þá komu þeir með hundinn Gran Can með sér. Gran Can er tuskudýr sem hefur það verkefni að heimsækja öll samstarfslöndin og eyða tíma með nemendum hvers lands fyrir sig. Gran Can fór í ýmsar ferðir með krökkunum í Sjálandsskóla og var líka með þeim í verkefnavinnu í skólanum. Hér er skyggnusýning af heimsókn Gran Can til Íslands. Myndamappa Power point Gran Can á Íslandi

Nemendur hafa verið að læra að syngja lagið „If you are happy and you know it ..“ á erlendum tungumálum í tónmennt hjá Ólafi tónmenntakennara. Þau eru búin að læra að syngja lagið á frönsku, pólsku, spænsku og ensku.

Í maí lauk seinni hluta lestrarkeppninnar milli samstarfslandanna. Hver nemandi í 1. – 4. bekk í Sjálandsskóla las að meðaltali 15 bækur á tímabilinu frá janúar til maí. Sjálandsskóli var í þriðja sæti í keppninni. Nemendur samstarfslandanna hittust með Flash-meeting 20 maí og sögðu frá niðurstöðunum. 

English
Hafðu samband