Undanfarið hefur 1. og 2. bekkur verið að vinna með mismunandi styrkleikamerki í tónmennt. Sérstaklega var unnið með: veikt, sterkt, vaxandi- og minnkandi styrkur. Í tengslum við það æfðu nemendur undirspil við þjóðlagið Móðir mín í kví kví, tóku það upp ásamt eigin söng þar sem reynt var að hafa miklar breytingar í styrk.
1. og 2. bekkur var að kanna hljóðheiminn í tónmennt og þá sérstaklega vatnshljóð, í tengslum við Comeniusar verkefnið sem fjallar um vatnið á marga vegu. Nemendur í 1. og 2. bekk sungu lagið en 2. bekkur sá um að spila á hljóðfærin, bæði takt lagsins og regnhljóðin sem heyrast í viðlaginu.