Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 Annar bekkur er búinn að vera að læra um mismunandi styrkleika tónlistar í tónmennt. Þau æfði sig að syngja og spila mismunandi styrkleika í þjóðlaginu Móðir mín í kví kví eftir að hafa heyrt söguna. Þau tóku svo upp lagið þar sem þau bæði syngja og spila á skólahljóðfæri. Að lokum myndskreyttu þau með myndum úr þjóðsögunni. Herlegheitunum var svo skellt saman og úr urðu tvö myndbönd sem hægt er að sjá hér að neðan

 

Mikil rigning hefur verið í tónmenntastofunni upp á síðkastið en það eru nemendur í fyrsta bekk sem bera ábyrgð á því. Þau hafa verið að læra um langa og stutta tóna og því var ákveðið að syngja og spila lagið Drippedí dripp. Helmingur nemenda lék á stafi og hinn helmingurinn lék á trommur en allir tóku þátt í að syngja lagið.
Hér að neðan má heyra upptökuna:

Drippedídrí -gulur hópur

Drippedídrí -rauður hópur

 

Krakkarnir í 3. og 4. bekk voru í þema um tímann og náttúruna. Í tónmennt lærðu þau keðjusönginn Haustlauf trjánna og æfðu hann á skólahljóðfæri þar sem mismunandi töktum var blandað saman. Að lokum tóku þau upp bæði söng og hljóðfæraleik. Hóparnir eru þrír, gulur, rauður og grænn.

Tónlist frá gulum hóp

Tónlist frá rauðum hóp

Tónlist frá grænum hóp

 

English
Hafðu samband