Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sælukot

Sælukot er tómstundaheimili Sjálandsskóla og starfar sjálfstætt að loknu skólastarfi hjá yngsta stigi skólans. Leitast er við að hafa fjölbreytt og áhugahvetjandi starf í tómstundaheimilinu og bjóða upp á spennandi verkefni.

Lögð er áhersla á að nemendur fari út eftir að skóladegi lýkur og viðra sig í frjálsum leik. Eftir útivist og hressingu velja nemendur sig á valsvæði sem eru fjölbreytt og mismunandi eftir dögum.

Markmið starfsins er:

  • Að skapa börnum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi
  • Að börnin fái tækifæri til að vera í frjálsum leik með vinum sínum
  • Að börnin læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og sýni hvert öðru kurteisi og tillitssemi
  • Að börnin gangi vel um þá hluti sem þau hafa aðgang að
  • Að börnin læri að ganga frá því dóti sem þau hafa verið í leik með

Félagsmiðstöðin Klakinn

Félagsmiðstöðin Klakinn hefur starfsaðtöðu í húsnæði unglingadeildar Sjálandsskóla. Hlutverk félagsmiðstöðvarinnar er að styðja við börn og unglinga í gegnum fjölbreytt tómstundastarf. Megin markmið starfsins er að veita þeim tækifæri til samveru og stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn reyndra tómstundaleiðbeinenda. Leiðarljós starfsins er að efla félagsfærni, sjálfsmynd og virkni barna og unglinga. Unnið er út frá hugmyndafræði barna- og unglingalýðræðis, hugmyndum og áhugasviði nemenda skólans. Leitað verður eftir röddum barna og unglinga hvað varðar starfsemi og þær uppákomur sem verða hverju sinni, innra starf og umgjörð.

English
Hafðu samband