Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikilvægt er að starfsmenn, foreldrar og nemendur séu meðvitaðir um æskilega hegðun og viðbrögð við hegðunarfrávikum. Nemendur fá fræðslu og þjálfun varðandi greinarmun á æskilegri hegðun og óæskilegri.  Í Sjálandsskóla er leitast við að hafa skýr og fyrirsjáanleg viðbrögð við hegðunarfrávikum.

Í dagsins önn er ekki óeðlilegt að nemendur gleymi sér og þurfi leiðsögn um hegðun. Þá eru nemendur mis færir í að greina félagslegar aðstæður og hafa misgóða stjórn á eigin hegðun. Því tekur meðferð hegðunarfrávika ávallt mið af einstaklingnum sem á í hlut og aðstæðum hans.

Flestum málum lýkur yfirleitt með leiðsögn og ábendingu, það á við um öll mál sem flokkast undir fyrsta stigs hegðunarfrávik. Ef mál eru þannig sprottin eða nemandinn hefur ekki að svo stöddu forsendur til að taka leiðsögn setur starfsmaður þau í skýrt ferli. Lögð er áhersla á að minniháttar hegðunarfrávik fyrnist eins fljótt og nemandinn hafi sýnt umbætur en barn sem ekki sýnir öðrum og umhverfi sínu virðingu og vinsemd sé stutt með markvissum aðgerðum skóla og heimilis.   Hegðunarfrávikum nemenda Sjálandsskóla er skipt upp í þrjú stig eftir alvarleika.

English
Hafðu samband