Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hegðunarfrávik þar sem ætla má að tilfinningaviðbrögð, sinnu- og skeytingarleysi ráði för og því ástæða til að leiðbeina barni um hegðun.  Dæmi:

  • Ögra, þrasa, lenda í rifrildi, trufla athafnir og vinnu annarra. 
  • Hrindingar og ögrandi snertingar.
  • Ganga um eigur skólans og annarra af virðingarleysi.
  • Særandi eða niðrandi orðbragð. 
  • Fara án leyfis út af skólalóðinni.
  • Nota tölvur, síma eða önnur tæki með óleyfilegum hætti.

Viðbrögð og eftirfylgni

Nemandi er tekinn til hliðar og rætt við hann. Grennslast fyrir um málsatvik ef mál eru þannig vaxin. Nemanda er leiðbeint og  lögð áhersla á að hann skilji í hverju frávikið fólst og viti hvernig hann á að bregðast við næst og honum gefið tækifæri á að leiðrétta mistök sín. Lögð er áhersla á að kennari/starfsmaður hrósi nemanda fyrir samvinnu.  Ef nemandi tekur strax leiðsögn telst málinu lokið.  Ef um ásetning er að ræða, nemandi tekur ekki leiðsögn eða ef nemandi endurtekur frávikið á næstu dögum telst atvikið 2. stigs hegðunarfrávik og því skráð í Námfús. 

 

English
Hafðu samband