Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hegðunarfrávik þar sem ætla má að illgirni, mikil vanstilling og/eða vanvirðing ráði athöfnum og/eða orðum nemenda.  Dæmi:

  • Endurtekin stríðni, vanvirðing  og/eða hrekkir.
  • Stympingar og áflog.
  • Óhlýðni, neitar að fylgja fyrirmælum.
  • Skemmdir eða hnupl á eigum annarra eða skólans.

Viðbrögð og eftirfylgni

Nemandi er tekinn til hliðar og rætt við hann. Grennslast fyrir um málsatvik ef mál eru þannig vaxin. Nemanda er leiðbeint og  lögð áhersla á að hann skilji í hverju frávikið fólst og viti hvernig hann á að bregðast við næst. Umsjónarkennari/kennari eða nemandi sjálfur (í viðurvist kennara) hefur samband við foreldra/forráðamenn. Kennari skráir atvikið í Mentor. Daginn eftir gera foreldrar grein fyrir því hvaða niðurstöðu samtal þeirra og nemenda skilaði með símtali eða tölvupósti. Ef nemandi  sýnir ekki breytingu á hegðun sinni (enda þá orðin alvarleg truflun á skólastarfi) þá kallar umsjónarkennari foreldra á fund ásamt barninu þar sem að þetta telst þá 3. stigs hegðunarfrávik.

Ef nemandi notar síma eða snjalltæki með óleyfilegum hætti hefur hann val um hvort að hann missi réttinn á að hafa það undir höndum það sem eftir er skóladags og það sett í vörslu kennara eða að honum sé vísað úr tíma og fái fjarvist.  Ef þetta endurtekur sig er nemanda vísað úr kennslustundum það sem eftir lifir skóladags (sjá hér að ofan upplýsingar til foreldra).

English
Hafðu samband