Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hér er um að ræða alvarleg hegðunarfrávik sem stofna öryggi nemenda og/eða starfsfólks í hættu og leiðir til alvarlegrar truflunar á skólastarfi. Ólöglegt athæfi er öllu jöfnu tilkynnt lögreglu eða öðrum þar til bærum yfirvöldum.  Dæmi:

  • Ofbeldi/líkamsárás.
  • Verulega ógnandi hegðun.
  • Alvarleg skemmdarverk eða íkveikja.
  • Meðferð vopna eða fíkniefna/vímuefna.

Viðbrögð og eftirfylgni

Nemandi tekinn úr aðstæðum undir eftirliti starfsmanns/kennara og haft samband við foreldra eins fljótt og auðið er.  Mælst er til þess að umsjónarkennari hringi í foreldra á yngri stigum en viðkomandi starfsmaður/kennari í eldri bekkjum.  Foreldrar / forráðamenn eru boðaðir til fundar með nemanda, skólastjórnanda og umsjónarkennara/kennara.  Nemandi tekur ekki þátt í almennu skólastarfi fyrr en fundað hefur verið og málið til lykta leitt. Þangað til er nemandinn í öðrum verkefnum. Sé um alvarlegt atvik að ræða er hægt að vísa nemenda úr skóla í allt að viku tíma á meðan unnið er með úrlausn málins og skólagöngu nemandans.  Oft eru dýpri ástæður að baki óæskilegrar hegðunar en foreldrar og/eða starfsfólk skóla grunar. Vönduð vinnubrögð leiða til farsællar lausnar.

Þriðja stigs hegðunarfrávik getur leitt til brottvísunar úr skóla, sbr.  15. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

English
Hafðu samband