Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í Sjálandsskóla miðar  umhverfi og starf að því að hver nemandi fái notið sín til fulls undir 
handleiðslu hóps samhentra starfsmanna. Kennarar beita fjölbreyttum kennsluaðferðum og 
hafa miklar  væntingar til nemenda um námsárangur. Starfsmenn gera  raunhæfar kröfur um 
leið og þeir eru hvattir til þess að gera sitt besta, sýna sjálfstæði, áhuga og frumkvæði í námi, 
starfi og leik.  Samhliða því læra nemendur að axla ábyrgð á eigin gerðum, hjálpa öðrum og 
sýna sjálfum sér og umhverfi sínu virðingu. Í starfinu er lögð áhersla á að skapa tækifæri til 
margháttaðra námsaðstæðna, innan og utan skólans og fjölbreyttrar skiptingar í námshópa.  
Útikennsla, lýðræðisleg vinnubrögð, sköpun og tjáning eru samofin öllu skólastarfinu og 
nemendur fá fjölbreytt tækifæri til þess láta vonir sínar og væntingar rætast í námi og leik. 


Skólinn er sameiginlegur vinnustaður margra ólíkra einstaklinga.  Hver nemandi og 
starfsmaður á rétt á því að fá tækifæri til að vinna sína vinnu svo sem best verður á kosið. 
Unnið er markvisst að því að skapa andrúmsloft háttvísi og frelsis í skólanum.  Ábyrgð 
nemenda á eigin starfi, leik, viðhorfum og framkomu verður þroskuð með því að veita þeim 
viðeigandi ábyrgð, val og frelsi eftir því sem þroski þeirra leyfir og með því að láta þá taka þátt í 
umræðu og eiga hlutdeild í ákvörðunum um réttindi sín og skyldur. 


Í Sjálandsskóla er starfað samkvæmt einkunnarorðunum: Að vilja og virða. 
Að vilja vísar til þess að nemandinn sé hvattur til þess að:
• Að gera sitt besta og vera virkur í náminu
• Sýna sjálfstæði, áhuga og frumkvæði í námi, starfi og leik
• Vilja axla ábyrgð og hjálpa öðrum.


Að virða vísar til þess að nemandinn sé hvattur til þess að
• Virða sjálfa/n sig
• Virða aðra
• Virða umhverfi sitt

Hér má lesa skólastefnu Garðabæjar

 

 

English
Hafðu samband