Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Læsipróf eru lögð fyrir samkvæmt samræmdu skipulagi grunnskóla Garðabæjar. Læsipróf 1.1 – 1.3 er lagt fyrir í 1. bekk og Læsi 2.1 og 2.2 í öðrum bekk. Greinandi teiknipróf Tove Krogh er lagt fyrir nemendur í 1. bekk í byrjun vetrar. LH 60 og LH 40 er lagt fyrir nemendur í 3. og 4. bekk eftir því sem þörf er á. Talmeinafræðingur legguri fyrir lesskimunarpróf Les 1 og Les 2 fyrir nemendur í 1. og 2. bekk í maí. Önnur greinandi próf sem notuð eru TOLD 2P og TOLD 2I málþroskapróf. Sérkennari leggur LOGOS lestrargreiningarprófið fyrir nemendur þegar grunur er um lesblindu. Unnar eru skýrslur út frá niðurstöðum prófsins og skilafundir haldnir með foreldrum og umsjónarkennara.

Lágmarksviðmið í raddlestri eru ákveðin og stefnt að því að allir nemendur skólans nái þeim.

Hraðaviðmið í raddlestri:

1. bekkur 0 - 50 atkvæði lesin á mínútu

2. bekkur 50 - 95 atkvæði lesin á mínútu

3. bekkur 95 -150 atkvæði lesin á mínútu

4. bekkur 200 atkvæði lesin á mínútu

5. bekkur 230 atkvæði lesin á mínútu

6. bekkur 265 atkvæði lesin á mínútu

English
Hafðu samband