Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefni bekkjarfulltrúa

• Bekkjarfulltrúar efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna og nemenda.
- Hafa velferð nemanda, foreldra/forráðamanna og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu.
- Virða trúnað um persónulega hagi hvers og eins.

• Bekkjarfulltrúar eru tengiliður við stjórn foreldrafélagsins og hafa seturétt á öllum fundum stjórnar.
- Góð samskipti eru við stjórn foreldrafélagsins.

• Bekkjarfulltrúar aðstoða við framkvæmd einstakra viðburða á vegum foreldrafélagsins.

• Bekkjarfulltrúar boða til foreldrahittings í byrjun skólaárs.
- Ákveða dagsetningu/kvöld og senda póst á foreldra/forráðamenn. Til dæmis er tilvalið að hittast á kaffihúsi.
- Með því markmiði að efla samskiptin á milli foreldra/forráðamanna.
- Upplýsa um hópspjall eða foreldrasíðu innan árgangs.
- Miðla áfram upplýsingum tengdum skólastarfi, til foreldra/forráðamanna.

• Bekkjarfulltrúar halda utan um einn viðburð að hausti og eins að vori, ef aðstæður leyfa.
- Til dæmis Hrekkjavöku, ball, spilakvöld eða annað.
- Hvetja foreldra/forráðamenn til þess að taka þátt.
- Mögulega skipta foreldrum/forráðamönnum bekkjarins í litla hópa til þess að skipuleggja einstök verkefni vetrarins.

• Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra/forráðamanna í skólastarfinu eftir því sem við á.
- Til dæmis í tengslum við vettvangsferðir, skemmtanir, starfskynningar og heimsóknir foreldra/forráðamanna í bekkinn.


English
Hafðu samband