Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabókasafn Sjálandsskóla er staðsett í hjarta skólans. Safnið lánar út hinar ýmsar bækur meðal annars skáldsögur, fræðibækur og tímarit. Auk þess eru spil og mynddiskar til láns innan skóla. Öll útlán námsbóka fara einnig í gegnum safnið. Starfsmaður safnsins er Hrefna María Ragnarsdóttir, bókmenntafræðingur. Safnið er opið frá kl. 8:30 til 11:30 og frá kl. 12:00 til 14:30. Í hádeginu er safnið opið og þá er iðulega þéttsetið við lestur og spilamennsku.

Hlutverk safnsins er að efla áhuga á lestri sem og lestrarfærni. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum hinar ýmsu bækur og bókmenntategundir svo þau geti verið virkir lesendur í menningarsamfélagi okkar. Einnig sér starfsmaður alfarið um námsbækur, pantanir og útlán.

English
Hafðu samband