Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Um skólareglur
Í reglugerð um skólareglur (270/2000) er kveðið á um að skólareglur skuli vera skýrar og afdráttarlausar og í samræmi við aðalnámskrá og lög um grunnskóla. Í þeim á að kveða á um almenna umgengni, samskipti, stundvísi, ástundun náms og heilbrigðar og hollar lífsvenjur. Í reglunum á að koma skýrt fram hvernig skólinn ætlar að bregðast við brotum á þeim.
Í Sjálandsskóla er lögð áhersla á að byggja upp skólabrag sem einkennist af vinsemd, ábyrgð og virðingu.

Skólareglur Sjálandsskóla
1. Skólinn er vinnustaður okkar allra, hver nemandi og starfsmaður á rétt á því að fá frið til að vinna sína vinnu.
2. Við virðum hvert annað, hjálpumst að og komum vel fram við alla í orði og verki.
3. Við fylgjum fyrirmælum allra starfsmanna og tökum ábyrgð á eigin hegðun.
4. Við komum með hollt nesti í skólann.
5. Við hugsum vel um skólann, eigur okkar og annarra.
6. Við göngum hljóðlega um og sýnum tillitssemi í allri umgengni í skólanum og á skólalóðinni.
7. Skólalóðin er leiksvæði okkar allra og við sýnum sanngirni og virðingu í leik og starfi.
8. Við notum ekki snjalltæki á skólatíma án leyfis starfsmanna.
9. Notkun rafretta, tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er með öllu óheimil.

Frávik frá skólareglum
Mikilvægt er að starfsmenn, foreldrar og nemendur séu meðvitaðir um æskilega hegðun og viðbrögð við hegðunarfrávikum. Nemendur fá fræðslu og þjálfun varðandi greinarmun á æskilegri hegðun og hegðunarfrávikum.

Í Sjálandsskóla er leitast við að hafa skýr og fyrirsjáanleg viðbrögð við hegðunarfrávikum. Hegðunarfrávikum er skipt upp í þrjú stig eftir alvarleika. Úrvinnsla 1. stigs hegðunarfrávika er í höndum kennara/ starfsmanns, 2. stigs hegðunarfrávik í höndum umsjónarkennara / kennara með aðkomu verkefnastjóra, 3. stig hegðunarfrávik eru unnin af stjórnendum og kennurum.

Í dagsins önn er eðlilegt að nemendur gleymi sér og þurfi leiðsögn um atferli. Flestum málum lýkur yfirleitt með leiðsögn og ábendingu. Ef mál eru þannig sprottin eða nemendur ekki tilbúnir að taka leiðsögn setur starfsmaður þau í skýrt ferli.

Lögð er áhersla á að minniháttar hegðunarfrávik fyrnist þegar úrvinnslu þeirra er lokið. Nemandi sem ekki sýnir öðrum og umhverfi sínu virðingu og vinsemd er studdur með markvissum aðgerðum skóla og heimilis.

Sjá nánar um hegðunarfrávik og viðbrögð   

English
Hafðu samband