Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikilvægt er að nemendur temji sér stundvísi og líti á skólann sem góðan vinnustað þar sem þeir geta náð árangri í námi, starfi og leik. Börnum þykir að öllu jöfnu mjög óþægilegt að koma of seint í skólann. Sjálandsskóli notar Námfús til að halda utan um skólasókn nemenda. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með skráningum í Námfús.

Samkvæmt lögum eru foreldrar ábyrgir fyrir því að börn þeirra sæki skóla. Veikindi eru tilkynnt á hverjum degi til umsjónarkennara eða skrifstofu skólans, hvort sem heldur er í Námfús, tölvupósti eða síma. Ef veikindadagar nemanda á skólaárinu eru fleiri en 10 á hverju þriggja mánaða tímabili á umsjónarkennari að tilkynna skólastjórnendum það. Ef veikindadagar eru orðnir 20 eða fleiri á skólaárinu á umsjónarkennari að tilkynna málið til nemendaverndarráðs.

Foreldrar tilkynna um leyfi fyrir nemanda frá skólasókn til umsjónarkennara ef leyfið varir tvo daga eða skemur. Tilkynna þarf skriflega til umsjónarkennara um leyfi sem standa þrjá daga eða lengur á þar til gerðu eyðublaði. Leyfisveiting um lengri tíma er háð staðfestingu skólastjóra sem og ítrekaðar leyfisbeiðnir. Í öllum tilvikum bera foreldrar ábyrgð á námi barna sinna á meðan leyfi stendur enda er um að ræða leyfi frá skólasókn en ekki námi. Í sérstökum aðstæðum geta foreldrar sótt um undanþágu frá skólasókn í tiltekna námsgrein um lengri eða skemmri tíma.

Lög nr. 91 um grunnskóla frá 2008, 15. grein.
Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. 

Sæki foreldri um leyfi frá skólasókn í lok skólaárs hjá nemenda sem er ljúka grunnskólaprófi (10.bekk). Gilda eftirfarandi reglur:
Skólinn metur þau hæfniviðmið sem búið er að fara yfir á þeim tíma sem nemandinn fer í leyfi. Ef einhver hæfniviðmið hafa ekki verið metin þegar leyfið hefst verða þau ekki metin. Þetta getur því verið mismunandi eftir faggreinum.

Á vitnisburðarblaði verður þá tekið fram ef nemandinn á ólokið hæfniviðmiðum þegar hann útskrifast.

Sjá nánar um skólasóknarreglur 

English
Hafðu samband