Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Notkun snjalltækja á skólatíma í Sjálandsskóla

 • Snjalltæki sem nemendur koma með í skólann eru alfarið á ábyrgð nemenda.
 • Ef nemendur koma með snjalltæki í skólann eiga þau að vera hljóðlaus og geymd í töskum á skólatíma.
 • Nemendur mega aðeins nota snjalltæki á skólatíma með leyfi starfsfólks.
 • Notkun snjalltækja/síma hjá nemendum í 1.-7.b. er ekki heimil í skólahúsnæðinu fyrir skólabyrjun eða í frímínútum. Aðeins má nota síma í anddyri skólans.
 • Nemendur í unglingadeild hafa leyfi til nota snjalltæki áður skóladagurinn hefst og í frímínútum en aðeins á svæði unglingadeildar.
 • Mynd- og hljóðupptaka er með öllu óheimil á skólatíma nema með leyfi starfsmanna í námslegum tilgangi.
 • Mælst er til þess að nemendur komi ekki með snjallúr í skólann.


  Velji nemandi að fylgja ekki ofanskráðum reglum skal brugðist við með eftirfarandi hætti:
 • Ef nemandi velur að fylgja ekki fyrirmælum er hann beðinn um að afhenda starfsmanni tækið og getur sótt það við lok skóladagsins. Við endurtekin brot verða foreldrar beðnir um að sækja tækið.
 • Ef nemandi fylgir ekki að fyrirmælum starfsmanna hefur hann valið að vera ekki í tíma og fær fjarvist.
 • Umsjónarkennari hefur samráð fyrir foreldra.
 • Ef nemandi velur ítrekað að fylgja ekki reglum skólans varðandi snjalltæki er málinu vísað til skólastjórnenda.
Netöryggi í skólastarfi

Allir nemendur skólans fá fræðslu og þjálfun til að öðlast almenna og góða tæknifærni og tæknilæsi. Í 3. - 10. bekk læra nemendur að nota Google umhverfið og fara í helstu þætti s.s. skjalageymslu og ritvinnslu. Nemendur læra auk þess að fara inn á Google Classroom til að nálgast og skila verkefnum. Þeir læra að nota mismunandi hugbúnað og skila niðurstöðum með miðlum upplýsingatækninnar.

Lögð er áhersla á að fræða alla nemendur um netöryggi þ.e. efla vitund þeirra fyrir þeim hættum sem búa í hinum stafræna heimi. Það er gert með reglulegum bekkjarfundum ásamt skipulagðri fræðslu. Rætt er við nemendur um örugga netnotkun og þeim kynntar góðar netvenjur t.d. í gegnum saft.is.

English
Hafðu samband