Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nordplus verkefni skólaárið 2021-2022 

 

 

 

 

 

Nokkrir nemendur 10. bekkjar tóku þátt í Nordplus samvinnuverkefni. Verkefnið bar heitið „Green school, sustainable life“.

Nemendur fóru til Eistalands, heimsóttum skólann Vabakool  https://vabakool.ee/ . Gist var heima hjá öðrum krökkum og unnin ýmis verkefni í tengslum við efnið. Meðal annars var farið í skógarferð, unnin verkefni í tengslum við hvernig má endurnýta mat, fórum í vettvangsferð í Greenhouse, nemendur héldu kynningu og hittu fjölskyldur og smökkuðu eistneskan mat.

Farið var svo til Danmerkur, heimsóttum skólann https://refsvindingefriskole.dk/ Þar voru unnin ýmis verkefni bæði í skólanum og úti í náttúrunni. Unnið var á stöðvum þar sem nemendur áttu að leysa ýmis verkefni í hringekju. Einn daginn var farið að heimsækja eyjuna Vigelsö. Stórkostleg náttúra sem unnin voru skemmtileg verkefni í tengslum við náttúruna og mikil upplifun fyrir krakkana. Safnið H.C. Andersen var einnig skoðað og skemmtileg verkefni unnin þar. Nemendur héldu einnig kynningu um það hvað þeirra skóli er að gera í umhverfismálum.

Í maí komu svo nemendur í heimsókn til Íslands í Sjálandsskóla http://sjalandsskoli.is/. Við heimsóttum Hellisheiðarvirkjun https://www.on.is/en/ , gengum Reykjadal. Heimsóttum forseta Íslands og fórum í Fly Over Iceland. Unnum allskonar verkefni í skólanum, kajak, útieldun, vinnustofa, endurnýting á efnum og fleiri skemmtileg verkefni.

Jafnt og þétt yfir árið unnu nemendur verkefni og hittust á online fundi.  Nemendur áttu að styðjast við eftirfarandi þætti: 1) Loftlagsaðgerðir  2) Hagkvæm og hrein orka  3) Ábyrg neysla og framleiðsla 4) Líf á landi   5) Líf undir vatni

 

Verkefnið var gefandi og skemmtilegt. Lífsreynsla sem allir nemendur taka með sér út í lífið.

 

 

English
Hafðu samband