Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálandsskóli í Garðabæ tók til starfa haustið 2005. Sjálandsskóli er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nærhverfi skólans er: Sjáland, Ásar, Grundir og Nes og markast það að Hafnarfjarðarvegi í suður, Gálgahrauni í vestur, Arnarnesvogi í norður og Kópavogi í austur. Skipulag skólans er í samræmi við grunnskólalög og aðalnámskrá. 

Einkunnarorð skólans eru: Að vilja og virða

Á starfstíma nemenda opnar skólabyggingin klukkan 7.45 en skóladagurinn hefst kl. 8:30. Kennslu lýkur á mismunandi tímum eftir árgöngum. Eftir að skóladegi lýkur býðst nemendum lengd viðvera sem er starfrækt af tómstundaheimili skólans, Sælukoti.

Hver nemandi hefur umsjónarkennara sem fylgist náið með námi, líðan og þroska hans. Umsjónarkennari er tengiliður milli heimila og skóla og ber ábyrgð á því samstarfi af hálfu skólans.

Í vetur eru um 240 nemendur í Sjálandsskóla

Skólastjóri er Sesselja Þóra Gunnarsdóttir

Aðstoðarskólastjóri er Ósk Auðunsdóttir

Netfang skólans er sjalandsskoli@sjalandsskoli.is

 

English
Hafðu samband