Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun og móttaka nýrra nemenda

 Forráðamenn innrita nýja nemendur á heimasíðu Garðabæjar inn á vefnum Minn Garðabær en þar er rafrænt eyðublað sem ber að nota þegar sótt er um skólavist. Þjónustuver Garðabæjar sendir umsóknina til skólans. Á vorin er auglýstur sérstakur tími til umsóknar um skólavist nýnema. Á vorin eru haldnir kynningarfundir þar sem helstu áherslur skólans eru kynntar og boðið er upp á skoðunarferð um skólann. Í maí er verðandi nemendum í 1. bekk boðið í vorskóla þar sem þeir fá að upplifa og kynnast hluta úr skóladegi.

Ef nemendur eru að innritast á öðrum tímum skólaársins er foreldrum bent á að hafa samband við skrifstofu skólans og óska eftir kynningu á skólanum. Nemendur sem eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi en Garðabæ verða að sækja um skólavist utan sveitarfélags. Þó að forráðamenn hafi fengið staðfestingu á að umsókn skólans um skólavist sé móttekin er ekki hægt að ganga að skólavist vísri. Skólastjóri ákveður hvort skólavist nemenda utan lögheimilis er samþykkt, það fer m.a. eftir fjölda í bekkjum o.fl.
Þegar skólavist hefur verið samþykkt skráir ritari skólans nemandann í bekk, hefur samband við forráðamenn og upplýsir kennara og námsráðgjafa um nýjan nemanda.

Hlutverk ritara/sérfræðings
 Raðar nemendum í bekkjardeildir í samráði við umsjónarkennara og stjórnendur
 Sér um innritun og heldur utan um nemendaskrá
 Lætur umsjónarkennara og námsráðgjafa vita um nýjan nemenda eins fljótt og hægt er
 Býður nemandanum og forráðamönnum í heimsókn í skólann ef við á
 Útvegar og leiðbeinir forráðamönnum um upplýsingavefinn Námfús og sendir aðgangsorð
 Útskýrir og leiðbeinir forráðamönnum um tómstundaheimilið ef við á
 Ef nemandi er af erlendu bergi brotinn, sjá móttökuáætlun nemenda með annað móðurmál en íslensku
 Upplýsir kennsluráðgjafa um nýjan nemanda sem sér um netfang o.fl. sem tengist upplýsingatækni

Hlutverk stjórnenda
 Tekur á móti nemenda og forráðamanni í fyrstu heimsókn, útskýrir skólastarfið og sýnir skólann
 Sér um að setja móttöku nemandans í viðeigandi ferli

Hlutverk umsjónarkennara
 Kynnir nemandann fyrir bekknum
 Afhendir stundatöflu og vísar á almennar upplýsingar s.s. bekkjarlista
 Fær upplýsingar frá foreldrum og um námslega stöðu
 Hefur samband við fyrri skóla og fær upplýsingar um nám nemandans. Ef þörf krefur hefur umsjónarkennari samband við sérkennara og námsráðgjafa
 Upplýsir list- og verkgreinakennara um nýjan nemanda og setur í hópa
 Upplýsir sérkennara um stöðu nemandans ef tilefni er til
 Upplýsir námsráðgjafa um nýjan nemanda

Hlutverk námsráðgjafa
 Á samtal við nemandann fljótlega eftir að skólavist er hafin
 Fylgir nemandanum eftir með því að fylgjast með honum og hitta hann eins oft og þörf krefur (sjá starfssvið námsráðgjafa)

English
Hafðu samband