Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

    • Við komum með hollt og gott nesti í skólann.        
    • Neysla sælgætis og sykurdrykkja er óþörf á skólatíma og því ekki heimil nema á sérstökum tyllidögum skólans.       
    • Nemendur á unglingastigi mega nota tyggjó innan þess ramma sem skólareglur heimila.        
    • Við komum úthvíld í skólann.        
    • Við komum „fyrir eigin vélarafli“ skólann eins og kostur er og notum alltaf viðeigandi öryggisbúnað á farkostum okkar.       
    • Við notum farkosti okkar eins og reiðhjól og vespur aðeins á leið til og frá skóla og í verkefnum undir stjórn kennara (til dæmis hjólavettvangsferðir). Í verkefnum með kennara eiga nemendur alltaf að nota viðeigandi öryggisbúnað. Notkun vespa og reiðhjóla er óheimil á skólalóðinni m.a. í útivist og frímínútum.       
    • Við flokkum sorp, notum efni og hráefni í lágmarki og endurnýtum eins og kostur er.
English
Hafðu samband