Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlutverk nemendaráðs miðstigs Sjálandsskóla (5.-7.bekkur):

Virkni nemendaráðsmeðlima er gífurlega mikilvæg til þess að vinna nemendaráðsins sé árangursrík. Allir meðlimir nemendaráðs hafa ákveðnum hlutverkum að gegna og þau helstu eru að:

• Vera fyrirmynd samnemenda í orði og gjörðum.
• Vera talsmaður sinna bekkjarfélaga og skal koma hugmyndum og ábendingum þeirra áleiðis inn á borð nemendaráðs.
• Virkja aðra nemendur til þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar t.d. með jákvæðu umtali, taka sjálfir þátt, upplýsa um starfið, sækja hugmyndir frá bekkjarfélögum o.fl.
• Mæta á mánaðarlega nemendaráðsfundi og taka virkan þátt í umræðum.
• Koma að undirbúningi og útfærslu viðburða og hjálpa starfsfólki við frágang að viðburðum loknum.
• Útbúa markmið og reglur fyrir nemendaráðið.
• Sinna öðrum störfum er fallið gætu inn á borð skólans og/eða félagsmiðstöðvarinnar.

Stjórn nemendaráðs
Nemendaráð kýs innan sinna raða í stjórn nemendaráðs sem fer með framkvæmdar- og ákvörðunarvald, er ætlað að skera úr í deilumálum sem koma upp og fundar með verkefnisstjóra eftir þörfum. Stjórnin tekur ákvarðanir í stærri málum og er í forsvari nemendaráðs. Í stjórn skulu sitja formaður nemendaráðs, varaformaður, ritari og fulltrúar árganganna.

Formaður nemendaráðs er talsmaður nemendaráðs og aðaltengiliður við verkefnisstjóra. Stýrir nemendaráðsfundum ásamt verkefnisstjóra.
Varaformaður nemendaráðs leysir formann af í fjarveru hans. Sér til þess að ritaðar séu fundargerðir á nemendaráðs- og stjórnarfundum samkvæmt leiðbeiningum um Ritun fundargerða og að þær séu aðgengilegar á tölvutæki formi.

Mætingaskylda
Forsenda setu í nemendaráði er mæting og þátttaka á nemendaráðsfundum og því er mætingarskylda á alla fundi. Fundirnir eru almennt haldnir vikulega á tíma sem ákveðinn er í upphafi skólaárs og heldur forstöðumaður Klakans utan um mætingar með þar til gerðum mætingarlista. Ef nemendaráðsmeðlimir eru ekki að sinna skyldu sinni eiga þeir hættu á brottrekstri úr nemendaráði. –Vonandi kemur ekki til þess :-) 

Nemendaráð Sjálandsskóla veturinn 2020-2021:

Anna Kristín Elmarsdóttir (7. Bekkur)
Einar Birgir Einarsson (7. Bekkur)
Hilmir Axelsson (6. Bekkur)
Marikó Manda Axelsdóttir (6. Bekkur)
Baltasar Torfi Hlynsson (5. Bekkur)
Daney Emma Svansdóttir (5. Bekkur)

Fundargerðir veturinn 2020-2021

1.fundur 27.okt.-fundargerð

 

English
Hafðu samband