Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsmat á yngsta stigi

1. bekkur
• Stöðupróf í stafaþekkingu (tengsl stafs og hljóðs) raddlestrarpróf í ágúst
Lesfimipróf MMS í september, janúar og maí
• Lesskimun Leið til læsis í október.

2. bekkur
• Stöðupróf í lesfimi í ágúst
Lesfimipróf MMS í september, janúar og maí

3. bekkur
• Stöðupróf í lesfimi í ágúst
Lesfimipróf MMS í september, janúar og maí
Logos skimun í janúar – febrúar
• Orðarún tvisvar á hverju skólaári í tengslum við PALS

4. bekkur
• Stöðupróf í lesfimi í ágúst
Lesfimipróf MMS í september, janúar og maí
• Orðarún tvisvar á hverju skólaári í tengslum við PALS
Samræmt próf í íslensku og stærðfræði fyrir 4. bekk

Annað námsmat á yngsta stigi:

Þema
• Í hverju þema er lögð áhersla á að nemendur skili af sér ákveðinni afurð sem metin er af kennara. Afurðin getur verið í formi skriflegra, munnlegra og verklegra verkefna. Að auki er sjálfsmati, jafningjamati og leiðsagnarmati beitt. Virkni og þátttaka í kennslustundum er einnig metin. Við mat er stuðst við hæfniviðmið 4. bekkjar sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011/2013.

Stærðfræði
• Í stærðfræði er lögð áhersla á símat í formi kannanna. Einnig er lagt upp með að nota leiðsagnarmat og þar að auki er virkni og þátttaka í kennslustundum metin. Við mat er stuðst við hæfniviðmið 4. bekkjar sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011/2013.

Íslenska
• Í íslensku er notast við símat í formi skriflegra og munnlegra verkefna auk sjálfsmat nemenda. Þátttaka og virkni í kennslustundum er einnig metin og unnið er með leiðsagnarmat. Við mat er stuðst við hæfniviðmið 4. bekkjar sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011/2013.

Enska
• Í ensku er notast við símat í formi skriflegra, munnlegra og verklegra verkefna. Virkni og þátttaka í kennslustundum er metin og unnið er með leiðsagnarmat. Við mat er stuðst við hæfniviðmið 4. bekkjar sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011/2013.

Tölvur
• Unnið er með leiðsagnarmat en auk þess er virkni og þátttaka í kennslustundum metin. Í efri bekkjum yngsta stigs vinna nemendur ýmiss verkefni sem metin eru af kennara. Við mat er stuðst við hæfniviðmið 4. bekkjar sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011/2013.

English
Hafðu samband