Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 5. bekk sömdu tónlist við þjóðsögu um Sæmund fróða. Það gerðu þau í tengslum við miðaldaþema sem þau voru nýlega í. Krakkarnir völdu sér sögu og sömdu svo einkennisstef fyrir persónur og atburði sögunnar. Nokkrir nemendur tóku svo að sér að myndskreyta söguna sem aðrir lásu inn á upptöku. Að lokum var tónlist og myndum blandað saman og má sjá afraksturinn á myndbandinu hér að neðan.

Krakkarnir í 6. bekk unnu þema um miðaldir. Af því tilefni var tónlist miðalda skoðuð. Nemendur 6. bekkjar völdu sér svo þjóðsöguna um Djáknann á Myrká til að semja tónlist við. Búnir voru til hópar sem hver og einn sá um að semja tónlist fyrir eina persónu sögunnar eða áhrifshljóð fyrir ákveðið atriði hennar. Að lokum tóku hóparnir upp tónlistina ásamt lestri sögumanna.

Tónlistin var að lokum klippt og raðað við myndir listakonunnar Söndru Rósar Björsndóttur sem nýlega gaf út bók samnefnda sögunni

Hér að neðan má sjá myndbandið:

 

Á haustönn var 7. bekkur í veðraþema. Í tengslum við það sömdu nemendur tónverk um veður í kynjaskiptum hópum.

Hvor hópurinn valdi sér tvennskonar veður til að túlka og tengja saman í verk sem ætti að vera með formið A-B.

Nemendur völdu sér svo hljóðfæri, sömdu, æfðu og tóku að lokum upp.

Afraksturinn má heyra hér:

Hópur -stelpur

Hópur -strákar

English
Hafðu samband