Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Krakkarnir í öðrum bekk hafa verið að vinna með sveitina í tónmennt og sungið ýmis lög bæði íslensk og erlend sem tengjast henni. Í þeirri vinnu tóku þau upp lagið Tingalayo sem upphaflega kemur frá Vestur-Indíum. Krakkarnir lærðu takta sem tengjast calipso tónlist og fengu svo að velja sér hljóðfæri til að leika á í upptökunni. Að lokum var söngur tekinn upp ofan á undirspilið.

Hlusta á lagið Tinga Layo

Nýlega fengu krakkarnir í öðrum bekk að kynnast því hvernig foreldrar í gamla daga hræddu börnin sín. Þau kynntust laginu Ókindarkvæði en það er gamalt þjóðlag sem um aldir hefur hrætt íslensk börn. Krakkarnir æfðu lagið í tónmennt, bæði með söng og hljóðfæraleik og tóku að lokum upp.Útkomu hópanna má heyra hér að neðan:

Það var barn í dalnum (hópur A) 

það var barn í dalnum (hópur B) 

Þriðji og fjórði bekkur hefur verið að kynnast og vinna með lög og þulur frá fyrri öldum í tónmennt. Þau fengu svo það verkefni að semja ný lög við gamlar þulur. Eftir að hafa samið laglínur fyrir þulurnar völdu þau sér hljóðfæri og æfðu lagið. Að lokum var það tekið upp.
Hér má heyra afraksturinn:

Faðir þinn er róinn 

Ljósið kemur langt og mjótt 

Við skulum ekki hafa hátt 

English
Hafðu samband