Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsta skóladag hvers vetrar eru nemendur boðaðir í viðtal til umsjónarkennara ásamt forráðamönnum sínum. Markmiðið með viðtalinu er að setja niður markmið fyrir veturinn og kynnast. Einu sinni á hvorri önn er síðan formlegur viðtalsdagur en þá er felld niður hefðbundin kennsla og foreldrar/forráðamenn ásamt barni sínu fá viðtalstíma hjá umsjónarkennara. Aðrir kennarar og starfsmenn eru einnig til viðtals í skólanum á foreldradegi. Erlendir foreldrar eiga rétt á foreldraviðtölum rétt eins og aðrir og foreldrar. Ef þörf er á aðstoð við túlkun er leitað til túlks. Á foreldrafundi geta verið bekkjarkennari, aðrir kennarar, foreldrar/forráðamaður, nemandi og ef við á tvítyngdur tengill, túlkur eða starfsmaður.
English
Hafðu samband