Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Geimtónlist:
þrjú lög sem 5.-6. bekkur samdi í tengslum við himingeimsþemað. Hver hópur valdi þrjú atriði sem tengjast himingeimnum. Þau bjuggu svo til sögu sem tengir saman þessi þrjú atriði og túlkuðu hana svo í tónsköpun.

1. Máni (6. bekkur) Eldflaug fer af stað, lendir í svartholi og hinum megin við svartholið er Star Wars heimurinn.
2. Sól (6. bekkur) Lagið hefst á sól. Svo koma geimverur sem eru vondar. Þær sprengja upp stjörnu sem verður að svartholi sem fer að soga allt til sín.
3. Stjarna (5. bekkur) Verkið byrjar á stríði sem Bósi ljósár kemur inn í. Svo springur stjarna og verður að svartholi sem sogar vondu karlana í sig og eftir verða bara góðu.

Tónlist frá 5.-6.bekk
Meðan krakkarnir í 5. og 6. bekk voru í þema um Snorra Sturluson völdu þau sér texta úr Völuspá, endursagðri af Þórarni Eldjárn. Þau sömdu svo lög við textana, völdu sér hljóðfæri og æfðu lögin.

Ég man eldgömul tröll

Fleygði Óðinn 

Tefldu í grasi 


English
Hafðu samband