Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsráðgjafi í Sjálandsskóla er
Rósa Siemsen
rosasi@Sjalandsskoli.is

Námsráðgjafi er með skrifstofu á 1. hæð rétt hjá bókasafni. Viðtalstímar fyrir nemendur og foreldra eru eftir samkomulagi.  Hafið samband við í síma 590 3100 eða sendið tölvupóst.

Helstu viðfangsefni námsráðgjafa:

 • Stendur vörð um velferð nemenda.
• Leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi.
• Veitir ráðgjöf og fræðslu um námstækni og próftækni.
• Veitir hópráðgjöf /fræðslu vegna námstækni, námsvals, samskiptavanda og fleira.
• Veitir nemendum einstaklingsráðgjöf.
• Veitir persónulegan og félagslegan stuðning við nemendur.
• Leiðbeinir nemendum í persónulegum málum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum.
• Aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.
• Sinnir fyrirbyggjandi starfi í forvörnum s.s. gegn vímuefnum, einelti, ofbeldi o.fl. í samstarfi við aðra starfsmenn og foreldra.
• Vinnur að bættum samskiptum innan skólans.
• Leggur árlega fyrir könnun á tengslum og líðan nemenda skólans.
• Tekur á móti nýjum nemendum.
• Situr reglulega nemendaverndarráðs- og lausnateymisfundi.
• Situr í eineltisteymi skólans.
• Veitir nemendum ráðgjöf og fræðslu um náms- og starfsval.
• Undirbýr nemendur undir flutning milli skóla eða skólastiga.  

Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra. Einnig hefur hann samstarf og samráð við ýmsa aðra s.s. kennara, sérkennara, skólasálfræðing og hjúkrunarfræðing og vísar málum til þeirra eftir því sem við á.

Bæklingur um námsráðgjöf

Vikuplan

 

 

English
Hafðu samband