Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Samkvæmt grunnskólalögum nr. 66/1995 er starfrækt nemendaverndarráð í skólanum. Það starfar samkvæmt reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum.

 

Í nemendaverndarráði eiga sæti skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur skólans og sálfræðingar skólans. Fulltrúi frá fjölskyldu- og heilbrigðissviði Heilsugæslu Garðabæjar nemendaverndarráðsfundi. Fulltrúi frá fjölskyldusviði Garðabæjar situr fundi ráðsins eftir þörfum. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi sérkennslu, sálfræðiþjónustu, félagslega þjónustu, heilsuvernd og aðra sérfræðiþjónustu. Nemendaverndarráði er ætlað að vera skólastjórnendum til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur skv. reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum. Einnig er hlutverk nemendaverndarráðs að starfa að velferðarmálum nemenda og hafa yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd sérkennslu og annars stuðnings í skólanum.

 

Fundir eru haldnir tvisvar í mánuði. Lausnateymi vísar málum til umfjöllunar í nemendaverndarráði, einstakir starfsmenn skólans og fulltrúar í nemendaverndarráði geta óskað skriflega eftir upptöku mála.  Gengið er út frá því að foreldrar nemenda séu upplýstir um að fjallað verði um málefni barnsins áður en fundur er haldinn. Nemendaverndarráð skráir stöðu málsins, fjallar um það faglega, leggur fram tillögur og fylgist með framvindu mála. Ráðið getur kallað á sinn fund þá aðila innan skólans og utan sem það telur að geti upplýst sig um ákveðin málefni. Full trúnaðarskylda fundarmanna gildir á öllum fundum nemendaverndarráðs.

English
Hafðu samband