Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasálfræðingar Sjálandsskóla eru tveir: Brynjólfur Brynjólfsson og Trausti Valsson. Starfssvið skólasálfræðings er fyrst og fremst sálfræðileg greining á líðan og vandamálum nemenda. Sálfræðingar veitir nemendum, forráðamönnum og starfsmönnum ráðgjöf vegna náms- og tilfinningavanda. Starfsmenn skólans, forráðamenn og nemendur geta óskað eftir þjónustu skólasálfræðings. Hann situr í nemendaverndarráði skólans og hefur upplýsingaskyldu gagnvart því. Foreldrar nemenda Sjálandsskóla geta leitað til sálfræðings skólans á viðverudögum hans í skólanum eða á skólaskrifstofu Garðabæjar. Skólasálfræðingur greinir foreldrum og starfsmanni skóla frá niðurstöðum sínum um þær greiningar sem framkvæmdar voru á viðkomandi nemanda.

Tilvísunarblað um sálfræðiþjónustu 

English
Hafðu samband