Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 3. og 4. bekk hafa undanfarnar vikur samið lög við gömul íslensk kvæði. Annarsvegar var samið við Hættu að gráta hringaná eftir Jónas Hallgrímsson og hinsvegar við þjóðvísuna Sumri hallar hausta fer. Nemendum var skipt í hópa og fékk hver hópur eina ljóðlínu til að tónsetja og skrá með nótum á nótnalínur. sem þau klipptu út og límdu á pappír. Síðan var öllu raðað saman og sungið. Að lokum völdu nemendur sér hljóðfæri sem þeir æfðu undirspil við lagið á.

Hættu að gráta

Sumri hallar

 

English
Hafðu samband