Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrir stuttu voru krakkarnir í 5. og 6. bekk í kristinfræði þema. Um svipað leiti höfðu þau verið að læra um reggae tónlist í tónmennt. Það lá því beinast við að sameina þetta tvennt og úr urðu þrjár reggae útgáfur af gömlum sálmum. Strákarnir spiluðu og sungu ljóð Davíðs Stefánssonar, Ég kveiki á kertum mínum. Stelpurnar í 5. bekk spiluðu lag við ljóð Hallgríms Péturssonar, Son Guðs ertu með sanni og stelpurnar í 6. bekk spiluðu lag við ljóð Matthíasar Jochumssonar Ó þá náð að eiga Jesú.

 

Í tengslum við himingeims þema 5. og 6. bekkjar sömdu stelpurnar í 5. bekk tónverk sem heitir Svarthol sem þær svo æfðu og tóku upp. Verkið segir sögu geimfars sem sogast inn í svarthol.

Svarthol

Hér eru þrjú lög sem 5.-6.bekkur samdi í þema um Snorra Sturluson. Nemendur fengu í hendurnar ljóð úr Hávamálum endursögð af Þórarni Eldjárn. Þau sömdu svo lag við ljóðið, völdu sér hljóðfæri til að leika á, æfðu og tóku að lokum upp.

Hlustið öll (strákar)

Upphaflega var ekkert til (stelpur)

Sól úr suðri (stelpur)

English
Hafðu samband