Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í mörgum árgöngum skólans fer fram umferðarfræðsla í upphafi skólaárs. Nemendur eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nauðsynlegt er að foreldrar finni með börnum sínum bestu og öruggustu leiðina í skólann, hvetji þau til að nota gangbrautir og bendi þeim á slysagildrur sem ber að varast. Nauðsynlegt er að nemendur séu með endurskinsmerki svo ökumenn eigi auðveldara með að sjá þá í skammdeginu. Starfsfólk skólans vill af gefnu tilefni fara þess á leit við foreldra að þegar þeir aka börnum sínum í skólann noti þeir hringtorgið við nemendainngang skólans. Við minnum jafnframt á að hringtorgið er aðeins til að hleypa nemendum úr og inn í bíla en ekki til að leggja.
English
Hafðu samband