Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur Sjálandsskóla eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi til skóla enda eru hjólreiðar vistvænn, hagkvæmur og heilsubætandi samgöngumáti.

Hjól, hjólabretti og línuskautar eru leyfð til að ferðast til og frá skóla. Þá er skylda að nota hjálm. Notkun hjóla, hjólabretta og línuskauta er óheimil á skólalóð á skólatíma. Ef nemendur koma á línuskautum í skólann þurfa þeir að taka með sér skó því óheimilt er að vera á línuskautum á skólalóðinni á skólatíma og eins getur verið að kennari fari út með nemendur í útikennslu. Nemendum er frjálst að koma á reiðhjólum í skólann treysti forráðamenn barni sínu til þess. Rétt er þó að minna á mikilvægi þess að kenna börnunum öruggustu leiðirnar í skólann og gæta að búnaði hjólsins s.s ljósabúnaðar og lása. Skólinn tekur ekki ábyrgð á hjólum sem geymd eru við skólann.

English
Hafðu samband