Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 Um skólareglur

Í reglugerð um skólareglur (270/2000) er kveðið á um að skólareglur skuli vera skýrar og afdráttarlausar og í samræmi við aðalnámskrá og lög um grunnskóla. Í þeim á að kveða á um almenna umgengni, samskipti, stundvísi, ástundun náms og heilbrigðar og hollar lífsvenjur. Í reglunum á að koma skýrt fram hvernig skólinn ætlar að bregðast við brotum á þeim.

Í Sjálandsskóla er lögð áhersla á að byggja upp skólabrag sem einkennist af vinsemd, ábyrgð og virðingu.

 

Skólareglur Sjálandsskóla

 

  1. Skólinn er vinnustaður okkar allra, hver nemandi og starfsmaður á rétt á því að fá frið til að vinna sína vinnu.
  2. Við virðum hvert annað, hjálpumst að og komum vel fram við alla í orði og verki.
  3. Við fylgjum fyrirmælum allra starfsmanna og tökum ábyrgð á eigin hegðun.
  4. Við komum með hollt nesti í skólann.
  5. Við hugsum vel um skólann, eigur okkar og annarra.
  6. Við göngum hljóðlega um og sýnum tillitssemi í allri umgengni í skólanum og á skólalóðinni.
  7. Skólalóðin er leiksvæði okkar allra og við sýnum sanngirni og virðingu í leik og starfi.
  8. Við notum ekki snjalltæki á skólatíma án leyfis starfsmanna.
  9. Notkun rafretta, tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er með öllu óheimil.

 

English
Hafðu samband