Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

30.09.2014

Nemendur í 1. og 2. bekk á Sjóminjasafninu

Nemendur í 1. og 2. bekk á Sjóminjasafninu
Nemendur í 1.-2. bekk fóru í heimsókn á Sjóminjasafnið í tengslum við þema um hafið sem þau eru að vinna í. Nemendur fengu m.a. að borða nestið sitt í varðskipinu Óðni og fengu fræðslu um sjómannslíf á árum áður.
Nánar
30.09.2014

Nemendur úr 9. bekk í frystitogara

Nemendur úr 9. bekk í frystitogara
Nokkrir nemendur úr 9. bekk heimsóttu frystitogarann Baldvin Njálsson sem er í slipp í Hafnarfjarðarhöfn. Þorsteinn skipstjóri sýndi nemendum vinnslusalinn og sagði frá vinnunni um borð. Þá skýrði hann út helstu stjórntæki og nemendur fengu að máta...
Nánar
29.09.2014

Notarlegt á bókasafninu

Notarlegt á bókasafninu
Bókasafn skólans er ávallt vinsæll staður hjá nemendum, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er í dag, rok og rigning. Þá er gott að koma á bókasafnið, kíkja í góða bók eða spila. Ljósmyndari mætti á staðinn og náði nokkrum myndum af nemendum. ...
Nánar
29.09.2014

Stórt fótboltaspil á skólalóðinni

Stórt fótboltaspil á skólalóðinni
Sett hefur verið upp nýtt leiktæki á skólalóðinni. Þetta leiktæki er eins og stórt fótboltaspil. Þátttakendur standa inn í „spilinu“, halda í stöng og sparka í fótbolta og reyna að koma honum í mark andstæðinga. Þetta er skemmtileg viðbót við þau...
Nánar
26.09.2014

Jarðvísindamaður í heimsókn

Jarðvísindamaður í heimsókn
Ágúst Þór Gunnlaugsson jarðvísindamaður hjá Háskóla Íslands og félagið í Hjálparsveit skáta í Garðabæ kom í heimsókn í skólann í morgun. Hann hefur á liðnum vikum verið við vísindastörf við gosið í Holuhrauni.
Nánar
26.09.2014

Stjörnuskoðunartjald í skólanum

Stjörnuskoðunartjald í skólanum
Snævar Guðmundsson stjörnufræðingur mætti í gær með stjörnuskoðunartjald í skólann. Því var komið fyrir í íþróttasal skólans. Nokkrir nemendahópar fóru í tjaldið og fengu fræðslu um stjörnurnar og stjörnuskoðun.
Nánar
25.09.2014

Comeniusarverkefnið Once upon an Island

Comeniusarverkefnið Once upon an Island
Í gær kom Þórhildur, móðir Ásgerðar Söru í 3. bekk, og las fyrir nemendur. Hún las fyrst upp úr bókinni um Gúmmí-Tarsa sem nemendum fannst mjög skemmtileg. Síðan las hún stutta bók sem heitir Halibut Jackson (ensk bók). Í þeirri bók var ekki mikill...
Nánar
22.09.2014

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélags Sjálandsskóla verður þriðjudaginn 30.septmeber kl 17:15 í aðalsal skólans. Venjuleg aðalfundarstörf.
Nánar
16.09.2014

Starfsfólk í kynnisferð

Starfsfólk í kynnisferð
Starfsfólk skólans fór í kynnisferð sl. föstudag. Byrjað var að fara og skoða nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Tekið var á móti hópnum, gengið um skólann með leiðsögn og farið yfir starf skólans sem er mjög áhugavert.
Nánar
08.09.2014

Hugsaðu jákvætt, það er léttara

Hugsaðu jákvætt, það er léttara
Við í Sjálandsskóla erum að vinna með geðorðin 10 í vetur. Tekið verður fyrir eitt geðorð á mánuði. Fyrsta geðorðið er: Hugsaðu jákvætt, það er léttara. Unnið verður með geðorðin út frá ýmsum hliðum í vetur.
Nánar
08.09.2014

Garðabær, bærinn minn

Garðabær, bærinn minn
Fyrsta þemað á þessu skólaári hjá 3. og 4. bekk er Garðabær, bærinn minn. Að því tilefni fóru nemendur í hjólaferð til þess að kynnast bænum sínum.
Nánar
05.09.2014

Í Guðmundarlundi

Í Guðmundarlundi
Í gær fórum við í gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Allir nemendur gróðursettu birkiplöntur og síðan var farið í leiki og grillaðar pylsur í góða veðrinu. Myndir koma inn síðar
Nánar
English
Hafðu samband