Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

29.11.2019

Sphero í himingeimnum -verkefni í 6.bekk

Sphero í himingeimnum -verkefni í 6.bekk
Nemendur í 6.bekk eru um þessar mundir að vinna með þema um himingeiminn. Krakkarnir bjuggu til geimflaugar sem þau settu á Sphero forritunarkúlur. Þau forrituðu svo Sphero kúlurnar og létu þær ferðast á milli ​pláneta.
Nánar
26.11.2019

Jólaföndurdagur

Jólaföndurdagur
Í dag var jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla. Það mátti heyra jólatónlist á öllum svæðum og voru nemendur og starfsfólk að búa til jólaskraut til að skreyta skólann. Nemendur bjuggu einnig til jólagjafir
Nánar
26.11.2019

Brúðuleikhús hjá 3.bekk

Brúðuleikhús hjá 3.bekk
Í morgun sýndu nemendur í 3.bekk brúðuleikhús þar sem tekin voru fyrir þrjú þekkt leikrit eftir sögum Astrid Lindgren, Lína Langsokkur, Emil í Kattholti og Ronja Ræningjadóttir. Krakkarnir bjuggu til leikmynd og leikbrúður
Nánar
21.11.2019

Starfamessa í unglingadeild

Starfamessa í unglingadeild
Í dag var haldin starfamessa í unglingadeild þar sem nokkrir foreldrar og aðrir komu og kynntu sitt starf. Þar voru m.a.hjúkrunarfræðingur, smiður, bifvélavirki, kokkur, skipulagsfræðingur, píanókennari, tölvufræðingur og slökkviliðsmaður.
Nánar
14.11.2019

Tónlistaratriði hjá 4.bekk

Tónlistaratriði hjá 4.bekk
Í dag voru nemendur í 4.bekk með tónlistaratriði í morgunsöng. Þeir spiluðu og sungu lagið Little Talks eftir hljómsveitina The Monsters and Men. En undanfarið hafa þau verið að vinna með tónlist í tónmennt eftir skáld úr Garðabænum
Nánar
08.11.2019

Gleðidagur í lok vinaviku

Gleðidagur í lok vinaviku
Í dag var gleðidagur í Sjálandsskóla og það var jafnframt síðasti dagur vinavikunnar. Nemendur komu með veitingar á hlaðborð og margir komu spariklæddir.
Nánar
08.11.2019

Jón Jónsson heimsækir 8.bekk

Jón Jónsson heimsækir 8.bekk
Í dag, föstudaginn 8. nóvember, heimsótti tónlistarmaðurinn Jón Jónsson 8. bekk í Sjálandsskóla. Undanfarin ár hefur Jón sinnt forvarnarverkefni í samstarfi við Krabbameinsfélagið þar sem áherslan er lögð á skaðsemi rafrettna og heilbrigðan lífstíl.
Nánar
06.11.2019

Starfsmannarugl

Starfsmannarugl
Í vinavikunni gera starfsmenn ýmislegt sér til skemmtunar og eitt af því var að skipta um hlutverk í eina kennslustund. Dregið var um hlutverk og þurftu margir að setja sig í spor kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða eða stjórnenda.
Nánar
04.11.2019

Vinavika 4.-8.nóvember

Vinavika 4.-8.nóvember
Vinavikan í Sjálandsskóla verður haldin 4. – 8. nóvember 2019. Þá eru allir hvattir til að veita vináttu sérstaka athygli, en vikunni lýkur á gleðidegi á degi gegn einelti 8. nóvember.
Nánar
English
Hafðu samband