Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

29.10.2014

Nemendur búa til hringitóna

Nemendur búa til hringitóna
Krakkarnir í 7. bekk sömdu nýlega nokkra hringitóna í tónmennt. Þau notuðu Garage band tölvuforritið og unnu eftir ákveðnum leiðbeiningum frá kennaranum. Allir hringitónarnir þurftu að innihalda takt, bassa, hljóma, þrástef auk frumsaminnar laglínu...
Nánar
28.10.2014

Búningakvöld fyrir 5. og 6. bekk

Búningakvöld fyrir 5. og 6. bekk
Í dag verður búningakvöld fyrir 5. og 6. bekk í Klakanum frá kl. 17.00-19.00. Farið verður í allskonar leiki og haft gaman saman. Nemendur eru hvattir til að mæta í búningum eða í náttfötum.
Nánar
27.10.2014

Óskilamunir

Óskilamunir
Óskilamunir hafa safnast upp hjá okkur í skólanum nú í haust. Nú er búið að raða þeim á borð fyrir framan bókasafnið. Tilvalið er fyrir foreldra þegar þeir líta við á foreldaviðtalsdaginn að athuga hvort þar sé ekki eitthvað sem þeir kannast við af...
Nánar
24.10.2014

Allir snjallir

Allir snjallir
Foreldradagur Heimilis og skóla verður haldinn föstudaginn 31. október 2014 á Grand Hótel, Sigtúni 38. Markmið með deginum er að ná sátt um notkun snjalltækja í skólum landsins og niðurstöður málþingsins verði hægt að nota sem viðmið...
Nánar
24.10.2014

Tók 4 mínútur að rýma skólabygginguna

Tók 4 mínútur að rýma skólabygginguna
Í dag var æfð rýming skólabyggingarinnar. Í henni tóku þátt nemendur og starfsmenn Sjálandsskóla, Alþjóðskóla og Leikskólans Sjálands. Tæpar 4 mínútur tók að rýma bygginguna og nafnakalli var lokið rúmum tveim mínútum síðar. Æfingin gekk hratt og...
Nánar
23.10.2014

Skáld í skólanum

Skáld í skólanum
Í dag komu fjögur skáld í heimsókn í skólann. Fyrst komu þau Villi naglbítur og Kristín Svava Tómasdóttir. Þau hittu nemendur í 1. – 4. bekk og var yfirskrift á erindi þeirra„Tilraunir með orð og efni“. Þau voru með ýmsar tilraunir og fluttu ljóð...
Nánar
22.10.2014

Hlúðu að því sem þér þykir vænt um

Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
Eins og áður hefur komið fram þá erum við í Sjálandsskóla að vinna með geðorðin 10 í vetur. Tekið verður fyrir eitt geðorð á mánuði. Nú er komið að öðru geðorðinu sem er: Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. Unnið verður með geðorðin út frá ýmsum...
Nánar
21.10.2014

Fyrsti snjórinn

Fyrsti snjórinn
Fyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur skólans kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum. Sumir fóru í snjókast, meðan aðrir vildu bara leika sér að búa til allskonar hluti úr snjónum. ...
Nánar
20.10.2014

Hvernig kvikna sögur

Hvernig kvikna sögur
Í morgun fengu nemendur á unglingastigi góða heimsókn. Það voru skáldin Bryndís Björgvinsdóttir og Davíð Stefánsson sem komu og fluttu fyrirlestur. Yfirskrift fyrirlestursins var „Hvernig kvikna sögur“ Þetta var fyrsti fyrirlesturinn af þrem, en...
Nánar
20.10.2014

Nemendur fá kynningu á skyndihjálp

Nemendur fá kynningu á skyndihjálp
Í síðustu viku fengu nemendur góða heimsókn. Það var hún Hrönn frá Rauðakrossdeild Garðabæjar sem kom og fræddi nemendur um skyndihjálp og kynnti Rauðakross appið fyrir þeim. Rauði krossinn á 90 ára afmæli á þessu ári og var ákveðið að helga...
Nánar
16.10.2014

Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna
Á hverju ári fá sex til tólf ára börn að velja bestu barnabók ársins. Kosið er á bókasöfnum um allt land og á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Veitt eru verðlaun fyrir bestu frumsömdu bókina og bestu erlendu. Í ár var bókin Rangstæður í Reykjavík eftir...
Nánar
16.10.2014

Spilagaldrar og fljúgandi furðuhlutir

Spilagaldrar og fljúgandi furðuhlutir
Í morgun komu þau Einar Mikael og Eyrún Anna í heimsókn í skólann. Þau töfruðu fram frábæra töfrasýningu á nokkrum mínútum. Þau sýndu hin ýmsu töfrabrögð, allt frá spilagöldrum til fljúgandi furðuhluta. Í sumum atriðunum fengu þau hjálp frá...
Nánar
English
Hafðu samband