27.04.2018
Listadagar í Sjálandsskóla
Þessa vikuna hafa verið listadagar í Garðabæ og nemendur í Sjálandsskóla tóku að sjálfsögðu þátt í því. Hver árgangur vann ákveðið verkefni tengt list, s.s.myndlist, tónlist, kvikmyndagerð o.fl.
Nánar25.04.2018
Myndir frá 5.bekk
Á degi umhverfisins fóru nemendur í 5.bekk að tína rusl meðfram strandlengjunni við Gálgahraun og kennarar kynntu hugtakið "Plokk" (e.plogging) fyrir nemendum.
Í íslensku eru nemendur í 5.bekk að lesa bókina "Fólkið í blokkinni" og þeir bjuggu til...
Nánar18.04.2018
4.bekkur á hönnunarsafninu
Á mánudaginn fóru nemendur í 4. bekk í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar og í Hönnunarsafnið í tilefni Listadaga í Garðabæ.
Þau fræddust um uppfinningamenn og þá sérstaklega um Einar Þorstein arkitekt og uppfinnigarmann.
Nánar17.04.2018
Sumardagurinn fyrsti
Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og þá er frí í skólanum og Sælukot er einnig lokað. Á föstudag er kennsla samkvæmt stundaskrá.
Nánar16.04.2018
Útikennsla með leikskólanum Sjálandi
Nemendum í 1. og 2. bekk var boðið að koma í útikennslu með leikskólanum Sjálandi. Okkar nemendur buðu leikskólakrökkunum upp á pönnukökur með rjóma og sultu. Útikennslan gekk mjög vel og það voru allir sáttir og sælir eftir daginn.
Nánar16.04.2018
Nemendur í 1.bekk fengu hjálma
Á föstudaginn fengu nemendur í 1.bekk góða gjöf þegar félagar í Kiwanis komu og færðu þeim hjólahjálma. Á hverju vori fá nemendur í 1.bekk gefins hjálma sem munu væntanlega koma sér vel þegar hjólatímabilið er að hefjast.
Nánar12.04.2018
Tónsköpun hjá 9.bekk
Þessa vikuna hafa nemendur níunda bekkjar í Sjálandsskóla tekið þátt í afar spennandi norrænu tónsköpunarverkefni. Verkefnið er danskt að uppruna en þátttökulöndin eru auk Íslands og Danmerkur, Grænland og Færeyjar. Í verkefninu fá nemendur send...
Nánar11.04.2018
Kennarar í útieldun
Í gær fengu kennarar í Sjálandsskóla kennslu í útieldun. Það voru starfsmenn skólans og skátarnir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Guðleifsson, sem sýndu nokkrar aðferðir við útieldun, en skólinn á ýmsar græjur sem nýtast í útieldun.
Nánar09.04.2018
PISA próf í 10.bekk
Í morgun tóku nemendur í 10.bekk þátt í alþjóðlegu PISA-prófi. Dagurinn hófst á morgunverði á kennarastofunni og svo kom fulltrúi frá Menntamálastofnun og lagði prófið fyrir. Prófið er rafrænt og er í þremur hlutum. Nemendur höfðu áður fengið...
Nánar06.04.2018
Jákvæð leiðtogaþjálfun í 2.bekk
Eftir áramót hafa nemendur í 2. bekk verið í jákvæðri leiðtogaþjálfun vikulega. Þessa vikuna unnu nemendur verkefni um jákvæða og neikvæða leiðtoga, hvað einkennir þá og hvers konar áhrif hegðun þeirra getur haft á sig sjálfa og aðra. Nemendur tóku...
Nánar05.04.2018
Myndir af útikennslu 5.bekk
Á miðvikudaginn fóru nemendur í 5.bekk í hreystibrautina í útikennslu. Hreystibrautin er æfingabraut fyrir Skólahreysti keppnina og geta allir nýtt sér hana til æfinga. Hún er staðsett við Flataskóla. Inná myndasíðuna eru komnar myndir af 5.bekknum...
Nánar05.04.2018
5.-7.bekkkur skíðaferð á morgun
Á morgun, föstudag 6.apríl, fara nemendur í 5.-7.bekk í skíðaferð í Bláfjöll. Nemendur mæta á venjulegum skólatíma kl.8:15. Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri og með nesti. Þeir sem eru í Skólamat fá hádegismat í fjallinu.
Nánar- 1
- 2