Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

14.04.2021

Nemendur í 1.bekk fá hjálma

Nemendur í 1.bekk fá hjálma
Í dag fengu nemendur í 1.bekk reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanis. Það er árlegt á hverju vori að félagar frá Kiwanisklúbbi Garðabæjar koma í heimsókn og færa öllum nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma að gjöf.
Nánar
13.04.2021

Gaman í útikennslu

Gaman í útikennslu
Nú þegar fer að vora verður útikennslan enn skemmtilegri og nemendur njóta þess að læra stærðfræði, íslensku og aðrar námsgreinar í góða veðrinu. Hrafnhildur útikennslukennari hefur verið dugleg að taka myndir af nemendum og á myndasíðum bekkjanna má...
Nánar
07.04.2021

Opinn fundur um hegðun og líðan unglinga, í dag kl.20

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu kynnir niðurstöður nýjustu könnunar á á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9., og 10. bekk. Könnunin var framkvæmd í febrúar 2021 meðal nemenda í 5.-10. bekk í öllum skólum...
Nánar
06.04.2021

Skóladagatal 2021-2022

Skóladagatal 2021-2022
Drög af skóladagatali næsta árs er nú komið á heimasíðu skólans. Hægt er að skoða skóladagatalið hér
Nánar
25.03.2021

Frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins

Frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins
Nú líður senn að páskafríi í grunnskólum og munu eflaust einhver leggja land undir fót og heimsækja ástvini erlendis. Við þær aðstæður er mikilvægt að vera meðvituð um þær aðgerðir sem eru í gildi við landamærin á Íslandi þegar komið er heim á ný.
Nánar
17.03.2021

Unglingarnir í skíðaferð

Unglingarnir í skíðaferð
Þessa vikuna eru nemendur í unglingadeild Sjálandsskóla í skíðaferð á Dalvík. Þar dvelja þau í Brekkuseli, skíðaskála Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli og njóta útiverunnar í fjallinu. Ferðin hefur gengið vel og krakkarnir eru væntanlegir heim á...
Nánar
11.03.2021

Upplestrarkeppnin í 7.bekk

Upplestrarkeppnin í 7.bekk
Í dag voru úrslit í stóru upplestrarkeppninni í 7.bekk. Tíu nemendur kepptu til úrslita og sigurvegarar voru Birnir, Emilía og Saga. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel og sigurvegararnir taka svo þátt í aðal keppninni sem verður haldin í lok mars.
Nánar
04.03.2021

Ungó Sjáló

Ungó Sjáló
Að velja sér unglingadeildarskóla þegar komið er uppí 8.bekk er vandasamt val fyrir unglinga í Garðabæ. Sjálandsskóli er einn af nokkrum unglingaskólum í bænum og ef þú vilt kynna þér starfið í unglingadeild Sjálandsskóla þá hvetjum við þig til að...
Nánar
01.03.2021

Innritun í grunnskóla

Innritun í grunnskóla
Í Garðabæ velja foreldrar skóla fyrir barn sitt og bera ábyrgð á að innrita barnið í þann skóla sem þeir velja. Skólarnir sem innrita börn í 1. bekk kynna starf sitt fyrir foreldrum verðandi grunnskólanemenda í febrúar/mars ár hvert. Einnig fer fram...
Nánar
19.02.2021

Útsaumuð listaverk

Útsaumuð listaverk
Þessa dagana eru nokkrir nemendur í vali sem heitir Myndmennt og útsaumur. Í útsaumshluta námskeiðsins velja nemendur sér frægt listaverk og útfæra það í textíl með fjölbreyttum útsaumssporum, þæfingu og öðrum aðferðum.
Nánar
18.02.2021

Vetrarleyfi í næstu viku

Vetrarleyfi í næstu viku
Dagana 22.-25.febrúar er vetrarleyfi í Sjálandsskóla og starfsdagur 26.febrúar. Skólastarf hefst að nýju mánudaginn 1.mars.
Nánar
17.02.2021

Öskudagur

Öskudagur
Í dag var mikið fjör á öskudegi í Sjálandsskóla. Dagskráin var óhefðbundin þar sem ekki var hægt að setja upp búðir vegna sóttvarnarreglna. Í staðinn voru settar upp stöðvar um allan skóla þar sem nemendur fóru á milli í umsjónarhópunum sínum.
Nánar
English
Hafðu samband