31.05.2016
Myndir frá 2.bekk
Kennarar í 2.bekk hafa verið mjög duglegir að taka myndir af nemendum sínum í vetur og nú eru komnar margar myndir í viðbót á myndasafn 1.-2.bekkjar.
Nánar26.05.2016
Þakkarhátíð vinaliða
Um áramótin hóf Sjálandsskóli þátttöku í Vinaliðaverkefninu. Verkefni sem á rætur að rekja til Noregs og gengur út á það að hópur nemenda er valinn af samnemendum sínum til að starfa sem vinaliðar í frímínútum. Vinaliðarnir stjórna leikjum og passa...
Nánar26.05.2016
Hjólað í íþróttatíma
Í þessari viku hafa nemendur í 1.bekk verið að æfa hjólreiðar í íþróttatímanum. Hrafnhildur íþróttakennari fer þá með nemendur út á skólalóð þar sem settar eru upp hjólaþrautabrautir sem nemendur hjóla eftir.
Nánar25.05.2016
2.bekkur á kajak í sundi
Í dag var fjör í sundi hjá nemendum í 2.bekk þegar þeir fengum að prófa kajakana. Á hverjum vetri fá allir nemendur að sigla á kajak og byrja þeir í sundlauginni og fara svo út á sjó þegar þeir eru komnir í 5.-6.bekk.
Nánar23.05.2016
Skordýraskoðun hjá 3.-4.bekk
Nemendur í 3. og 4. bekk bjuggu til skordýragildrur í síðustu viku og fóru með þær út í Gálgahraun. Þær voru sóttar aftur í dag og var afrakstur þess skoðaður í smásjám.
Nánar23.05.2016
5 ára nemendur í heimsókn
Í morgun fengu nemendur í 1.bekk góða gesti þegar væntanlegir 1.bekkingar komu í heimsókn. Krakkarnir skoðuðu skólann og fengu að taka þátt í skólastarfinu með nemendum í 1.bekk.
Nánar20.05.2016
Dótatími í sundi hjá 3.-4.bekk
Það var líf og fjör í sundlauginni í morgun, en það var dótatími í sundi hjá 3.-4.bekk. Þá máttu nemendur koma með vatnsbyssur, vindsængur og annað sunddót, sumir komu jafnvel með gúmmíbát.
Nánar19.05.2016
Lionshlaup í 5.bekk
Í dag tók 5.bekkur þátt í Lionshlaupinu. Skipt var í þrjú lið og hlaupið boðhlaup þar sem græna liðið bar sigur úr bítum og fékk verðlaunabikar.
Nánar18.05.2016
Yoga í morgunsöng
Í morgun var Hrafnhildur íþróttakennari með jóga fyrir nemendur í 1.-6.bekk. Hún hefur verið með þróunarverkefni í vetur með nemendum í 1.-4.bekk þar sem kennd eru undirstöðuatriði jóga
Nánar12.05.2016
Ólympíudagur
Í dag var Olympíu dagur hjá okkur í Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum. Öllum nemendum í 1.-7.bekk var skipt í aldursblandaða hópa. Hóparnir fóru svo á milli íþróttastöðva og tóku þátt í ýmsum íþróttum, s.s.korfubolta, langstökki, borðtennis, hástökki...
Nánar12.05.2016
Pollapönk í morgunsöng
Í gær fengum við góða gesti í morgunsöng þegar þrír af Pollapönkurum komu og sungu og spiluðu fyrir nemendur. Tilefnið var Eurovision þema hjá Alþjóðaskólanum en eins og allir vita þá kepptu Pollapönkarar fyrir Íslands hönd í Eurovision fyrir tveimur...
Nánar10.05.2016
Útikennsla í 5.og 6.bekk
5. og 6.bekkur eru að vinna með þema um myndun Íslands og fóru í síðustu viku út í Gálgahraun með áttavita og skoðuðu fjallahringinn. Þeir skráðu hvaða fjall þeir sáu og í hvaða átt það var. Einnig máluðu þau myndir með vatnslitum og söltum sjó.
Nánar- 1
- 2