Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lionshlaup hjá 5. bekk

07.05.2009
Lionshlaup hjá 5. bekk

Lionshlaupið í Sjálandsskóla var haldið fimmtudaginn 8. maí. Þetta er í annað skiptið sem hlaupið er haldið hér í skólanum en það hefur verið haldið í öðrum skólum til margra ára. Mikil stemming myndaðist strax um morguninn þar sem þrír bekkir áttu að keppa sín á milli í boðhlaupi. Bekkirnir þrír, A(rauður), B (gulur) og C (grænn) bjuggu til hvatningarspjöld og máluðu tákn á andlit til að styðja sitt lið. Áður en keppnin hófst hélt Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottning Garðabæjar fyrirlestur um heilbrigt líferni og hvað þarf að gera til að ná góðum árangri í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Keppnin var hnífjöfn en C liðið sigraði við mikinn fögnuð bekkjarins. Skólafélagar og starfsmenn tóku virkan þátt í hvatningunni í þessari ágætu keppni.

Til baka
English
Hafðu samband